Senn líður að jólum Sævar Helgi Lárusson skrifar 17. október 2023 11:31 Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Snjómokstur Umferð Samgöngur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun