Snjómokstursmálið mikla farsællega til lykta leitt Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 11:29 Tómas er ánægður með Vísi en eftir að hann tjáði sig um vanda sem hafði staðið í fjögur ár var hann farsællega til lykta leiddur. Snjómokstursmaðurinn er hættur að vekja hann klukkan fjögur á nóttu. vísir/jakob Tómas Skúlason og fjölskylda sofa nú svefni hinna réttlátu í Breiðholti en mikil snjómokstursvél tók ævinlega til hendinni þegar snjór kom úr lofti við svefnherbergisglugga þeirra klukkan fjögur að nóttu til. „Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka. Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Klárlega hafa þeir tekið þetta til sín og ég vona að snjómokstursmaðurinn sé ánægður. Hann fær þá að sofa aðeins lengur,“ segir Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti. Tómas hefur staðið í baráttu við borgaryfirvöld í fjögur ár og lýst því þannig að alltaf klukkan fjögur að nóttu, þegar snjókorn hefur fallið úr lofti, hafi snjómokstursmaður mætt á mikilli og háværri snjómokstursvél og hafið mokstur á bílaplani svo til í bakgarði Tómasar. Tómas fór frá Pontíusi til Pílatusar og þaðan til Heródesar með vanda sinn en sagðist alls staðar koma að lokuðum dyrum. Eða allt þar til Vísir blandaði sér í málið. Tómas segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð eftir að hann lét í sér heyra á síðum Vísis. Tölvupóstarnir hafa hrannast upp, frá fólki sem hefur átt við svipaðan vanda að stríða og honum þakkað að láta málið til sín taka. „Já, hann mætti ekki í morgun. Keyrði bara hjá þó það væri mikill snjór,“ segir Tómas spurður hvort hann hafi þá haft fullan sigur í málinu. „Á föstudaginn mætti hann klukkan sex, tók einn hring við innganginn og svo fór hann. Var bara í fimm mínútur, sem eru viðbrigði. Stórkostlegur munur.“ Tómas segist nú sofa svefni hinna réttlátu. „Og blóðþrýstingurinn hefur lækkað töluvert. Staðan er björt og ég sé fram á fullan fegurðarsvefn á nóttunni.“ Tómas hefur ekkert heyrt frá Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa sem hló þegar mál hans var til umfjöllunar. En Tómas lætur það ekki trufla sig meðan snjóruðningurinn er innan skaplegra marka.
Reykjavík Skipulag Snjómokstur Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira