Íslandsbanki

Fréttamynd

Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svig­rúm til að lækka eigin­fjár­hlut­fallið

Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankinn fannst á Hólms­heiði

Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn og söfnunarmet slegið

Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið
Fréttamynd

Notuðu gröfu til að brjótast inn í hrað­banka

Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi.

Innlent
Fréttamynd

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endur­kaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig

Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Sam­runi sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku

Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.

Innherji
Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harpa og Linda ráðnar for­stöðu­menn

Linda Kristinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður lánastýringar Einstaklingssviðs Íslandsbanka og Harpa Baldursdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns fjármála og reksturs á Einstaklingssviði bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“

Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að bregðast við skertri sam­keppnis­hæfni „án tafar“ eftir sölu ríkisins

Stjórnarformaður Íslandsbanka, sem hefur innleitt hvatakerfi og kaupréttaráætlun með miklum stuðningi hluthafa, segir bankann hafa misst starfsfólk vegna þess að geta ekki boðið samkeppnishæf laun og það hafi því verið nauðsynlegt að bregðast við „án tafar“ eftir að ríkið seldi allan eftirstandandi hlut sinn fyrir skemmstu. Aðeins rétt undir hundrað hluthafar, sem fóru saman með tæplega 37 prósenta eignarhlut, mættu á sérstakan hluthafafund Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar sem var boðaður í því skyni að gera breytingar á starfskjarastefnu félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Sætta sig ekki við höfnun Kviku

Arion banki og Íslandsbanki ítrekuðu í gær ósk sína um að sameinast Kviku banka þrátt fyrir að Kvika hafi hafnaði þeim báðum þegar bankarnir óskuðu hvor í sínu lagi eftir samrunaviðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Til­laga Vil­hjálms felld með nánast öllum at­kvæðum

Vantrauststillaga gagnvart stjórnarmanni Íslandsbanka, sem fjárfestirinn Vilhjálmur Bjarnason lagði fyrir hluthafafund bankans í gær, var felld með 99,74 prósentum atkvæða. Eigendur bankans virðast ekki hafa sömu áhyggjur og Vilhjálmur af tölvubréfi sem stjórnarmaðurinn, Stefán Sigurðsson, sendi fyrir sautján árum.

Viðskipti innlent