Bestu mörkin

Besta upphitunin: „Var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið“
Þróttur og Valur mætast annað kvöld í annað sinn á fimm dögum. Af því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir tvo af efnilegustu leikmönnum landsins til sín í Bestu upphitunina.

Margrét Lára vill sjá meiri græðgi hjá framherjum Bestu deildarinnar
Bestu mörkin fóru yfir markaskorara liðanna tíu í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar kvenna og tvær af mestu markadrottningum íslenskrar knattspyrnusögu voru ekki alltof ánægðar með uppskeruna hjá þeim markahæstu til þessa í sumar.

Besta upphitunin: „Þetta var djöfulsins puð“
Sandra Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna.

Vör Söndru rifnaði við höggið: „Eins rautt spjald og það verður“
Sauma þurfti nokkur spor í vör Söndru Maríu Jessen eftir höggið sem hún fékk frá Holly O‘Neill í leik Þórs/KA við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag, í Bestu deildinni í fótbolta. Málið var skoðað í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans
Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur.

„Segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins“
„Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson.

„Hvernig í ósköpunum lét Valur hana fara frá sér?“
Katla Tryggvadóttir var valin besti leikmaður 1. umferðar Bestu deildar kvenna af Bestu mörkunum. Hún var að sjálfsögðu til umræðu í þættinum og sérfræðingar hans veltu fyrir sér hvernig Valur gat ekki notað hana.

Besta upphitunin: „Á Hlíðarenda er stefnan að vinna það sem er í boði“
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, kippir sér ekki mikið upp við spárnar fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Spámenn og spákonur landsins telja að Valur nái ekki að verja titilinn.

Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“
Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda.

Besta liðið og markasyrpan: „Lúxushöfuðverkur hve margar gera tilkall“
Lið ársins, besti leikmaður og þjálfari voru valin í veglegum uppgjörsþætti Bestu markanna eftir að leiktíðinni lauk um helgina í Bestu deild kvenna í fótbolta. Myndband til heiðurs meisturum Vals og markasyrpa sumarsins voru einnig sýnd í þættinum.

Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt
Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag.

Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins
Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag.

Fór á námskeið til að læra að tala við stelpur
Ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Hann leitaði sér aðstoðar við samskipti við leikmenn.

„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“
Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum.

„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“
Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár.

Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum
Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina.

Gyða tók vítið sem Jasmín fiskaði: „Ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta“
Aðeins einu marki munar á þeim Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild kvenna. Þær eru liðsfélagar í Stjörnunni og baráttan hertist eftir leik liðsins á mánudag.

„Ósköp fátt sem stoppar hana“
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“
Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

„Þetta er mjög óíþróttamannslegt“
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum sökuðu Önnu Petryk um afar óíþróttamannslega tilburði í leik Breiðabliks gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag.

„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“
Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“
Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni.

Bestu mörkin: Stórleikurinn, umspilið og Meistaradeild Evrópu
Í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna fór Helena Ólafsdóttir yfir víðan völl með Mist Edvardsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur sem farið hafa á kostum með Val í Bestu deildinni í fótbolta í sumar.

„Held að það sé mjög mikill séns þarna“
Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta.

„Virkar á mig eins og Margrét Lára“
Sérfræðingar Bestu markanna telja að hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir eigi að fá sæti í byrjunarliði Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í leiknum mikilvæga í undankeppni HM.

Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu.

„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“
Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn.

Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
„Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd.

Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti
Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku.

„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“
„Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu.