„Sá að þeim leið aldrei illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 11:01 Valskonur fagna hér einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á móti Tindastól. Vísir/Anton Brink Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til. Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira