„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 12:30 Bergdís Sveinsdóttir hefur staðið sig vel á miðju Víkingsliðsins og fékk hrós í Bestu mörkunum. Vísir/Diego Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar. Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn