„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 12:30 Bergdís Sveinsdóttir hefur staðið sig vel á miðju Víkingsliðsins og fékk hrós í Bestu mörkunum. Vísir/Diego Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar. Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira