„Hún á eftir að fá að skína aðeins meira“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 12:30 Bergdís Sveinsdóttir hefur staðið sig vel á miðju Víkingsliðsins og fékk hrós í Bestu mörkunum. Vísir/Diego Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir töluðu báðar vel um Víkingsliðið sem vann Stjörnuna í fyrsta leik sínum í Bestu deild kvenna í sumar. Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Víkingur er nýliði í deildinni en varð bikarmeistari í fyrra og vann Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Sérfræðingar Bestu markanna ræddu Víkingsliðið sem vann 2-1 útisigur á Stjörnunni í frumraun sinni í Bestu. „Það er greinilegt að þetta lið veit nákvæmlega hvernig á að spila. Það kann takmörk sín,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hlutverki mjög skýr „Mér finnst þær ofboðslega vel skipulagðar og hlutverkin eru mjög skýr. Þær vita hvenær þær eiga að pressa og hvernig þær eiga að gera það,“ sagði Margrét Lára. Margrét fór síðan yfir pressu Víkingsliðsins og hrósaði henni. Tók sem dæmi sigurmarkið sem kom einmitt eftir hápressu. „Það er ákveðin trú í liðinu. Þær urðu meistarar meistaranna nýlega og það er eins og þær hafi trú á öllum verkefnum sem þær fara í,“ sagði Helena. Vísir/Diego Ekki mikið talað um Bergdísi „Ég held að þetta sé svolítið eins og Margrét segir. Ef maður veit sitt hlutverk, veit hvar maður á að vera og veit hvar hinir liðsfélags manns eru. Þá veit maður að maður getur farið alla leið í sína pressu,“ sagði Sif. Margrét vildi líka nefna sérstaklega hina átján ára gömlu Bergdísi Sveinsdóttur. „Við höfum kannski ekki mikið talað um Bergdísi en hún er búin að standa sig ótrúlega vel í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð Víking spila. Þetta er ung stelpa en líka eins og Sigdís (Eva Bárðardóttir) þá er hún svo yfirveguð. Hún velur svo vel augnablikin,“ sagði Margrét. „Það er svo ótrúlega margt spennandi í þessu Víkingsliði,“ sagði Margrét. Brotthvarf Nadíu Nadía Atladóttir yfirgaf Víking skömmu fyrir mót en á Víkingsliðið eftir að sakna hennar og verður Sigdís Eva Bárðardóttir þá stjarnan í fjarveru Nadíu? „Hún verður það klárlega og alla vega ein af þeim. Það sem gerir Víkingsliðið gott er að þær þurfa á öllum að halda til þess að þetta gangi upp,“ sagði Sif og nefnir sem dæmi Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem lék í stöðu Nadíu og skoraði sigurmarkið. „Nadía fer út en það skiptir ekki máli því þá kemur bara einhver önnur inn. Hafdís setti sitt mark á leikinn í fyrstu umferð. Um leið og liðin fara að loka á Sigdísi þá á eftir að opnast fyrir einhvern annan sem við höfum kannski ekki lyft,“ sagði Sif. „Bergdís er búin að vera algjör driffjöður á miðjunni og er búin að standa sig vel með yngri landsliðunum. Hún á eftir að fá að skína aðeins meira held ég,“ sagði Sif. Það má horfa á umfjöllun um Víkingsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umfjöllun um Víkingsstelpurnar eftir sigur í fyrsta leik
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira