Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 13:59 Selfyssingar fögnuðu fyrra marki sínu gegn Stjörnunni vel. Stöð 2 Sport Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54