„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 14:01 Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn þegar Blikar voru á toppnum í Bestu deildinni og flestir héldu að þær væru að verða bikarmeistarar. Tveimur leikjum síðar er allt breytt og þá öskra veikleikar liðsins á þá sem á horfa. Vísir/Hulda Margrét Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki