Landslið karla í körfubolta

Fréttamynd

„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“

Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM.

Körfubolti
Fréttamynd

Formaður KKÍ segir orð leikmanna hafa misskilist

Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir orð leikmanna íslenska karlalandsliðsins um undirbúning Íslands fyrir stórtap gegn Spáni í undankeppni HM í gærkvöld hafa misskilist. Spánverjum hafi þá gefist lengri tími til undirbúnings vegna reglna frá Alþjóðlega körfuknattleikssambandinu, FIBA, sökum þess að þeir eru á leið á EM í næstu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland tryggði sér sæti í A-deild

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta

Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta

Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023.

Körfubolti