„Ég biðst afsökunar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 14:31 Martin Hermansson skoraði aðeins fjögur stig úr fjórtán skotum. vísir / hulda margret „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira