Körfubolti

Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson lætur hér vaða frá miðjuhringnum.
Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson lætur hér vaða frá miðjuhringnum. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi.

Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið kemst alla leið í úrslitakeppnina en jafnframt í fyrsta sinn í átta ár.

Það er mikil spenningur í íslenska hópnum nú þegar stóra stundin nálgast.

Margir í hópnum eru að fara að spila sinn fyrsta leik á stærsta sviðinu en nokkrir reynsluboltar voru með liðinu fyrir átta árum síðan. Þeir voru þá næstum því áratugi yngri en í dag en búa að þeirri reynslu í dag.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis á mótinu, var með myndavélina á lofti í dag á lokaæfingu íslenska liðsins fyrir leikinn.

Það má sjá þessa skemmtilegu myndir hér fyrir neðan en þar má meðal annars sjá strákana reyna hver á fætur öðrum að taka skot frá miðju. Þeir æfðu þannig miðjuskotin dagin fyrir leik en auðvitað var það bara léttur og skemmtilegur endapunktur á æfingunni eftir að menn hefðu tekið vel á því.

Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari, lífgaði upp á æfinguna eins og hann er þekktur fyrir.Vísir/Hulda Margrét
Sigtryggur Arnar Björnsson lætur vaða frá miðju.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már Friðriksson getur sett niður þristana af löngu færi.Vísir/Hulda Margrét
Íslenski hópurinn við lok æfingarinnar í Katowice í Póllandi.Vísir/Hulda Margrét
Ungu strákarnir Hilmar Smári Henningsson og Styrmir Snær Þrastarson ná vel saman.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Orri Gunnarsson er kominn í enn stærra hlutverk eftir meiðsli Hauks Helga Pálssonar Vísir/Hulda Margrét
Kristinn Pálsson var sjóðheitur í undankeppninni.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, ræðir við sína menn.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×