Körfubolti

EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stuðningsfólk Íslands í stúkunni í Katowice.
Stuðningsfólk Íslands í stúkunni í Katowice. Vísir/Hulda Margrét

Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson gerðu leikinn upp í EM í dag sem tekinn var upp af Sigurði Má Davíðssyni. Slæmur kafli í byrjun þriðja leikhluta, erfiður dagur Martins Hermannssonar og ömurlegur vallarþulur koma við sögu.

Henry lagði þá fram kröfu á hendur stuðningsfólki Íslands, sem skortir hljómsveitarstjóra. Íslendingar hafa fjölmennt til Póllands fyrir næsta leik við Belgíu á laugardaginn kemur.

Klippa: EM í dag #2: Hvar er konsertmeistarinn?

Þátt dagsins má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×