Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 11:20 Tryggvi Snær Hlinason og félagar byrja EM á að mæta Ísrael eftir slétta viku. vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á Evrópumótinu, þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi eftir slétta viku. KKÍ muni ekki hætta við að mæta Ísraelsmönnum enda sé það ávísun á bönn og sektir. Þátttaka Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum, á meðan ísraelski herinn drepur tugþúsundir saklausra borgara í stríðinu á Gaza, hefur verið afar umdeild. Á þeim 22 mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir munu yfir 62.000 Palestínumenn hafa verið drepnir. Nú síðast settu samtök fótboltaþjálfara á Ítalíu þrýsting á það að fótboltalið frá Ísrael yrðu bönnuð frá alþjóðlegri keppni. Segjast hafa beitt sér gegn þátttöku Ísraels Í yfirlýsingu KKÍ segir að ljóst sé að Ísland hafi ekki neitt val um hvaða mótherjum það mæti á EM. Rétt sé að taka fram að sambandið hafi írekað beitt sér innan FIBA Europe og FIBA gegn þeirri ákvörðun að leyfa Ísrael að spila á alþjóðlegum mótum en ekki haft erindi sem erfiði. Ólíklegt sé að það gerist á meðan að Alþjóða Ólympíuhreyfingin banni ekki þátttöku Ísraela. Þó að Rússar hafi verið bannaðir frá keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu þá hefur Ísrael áfram keppt í öllum íþróttum og er skemmst að minnast heimsóknar ísraelska kvennalandsliðsins í handbolta til Íslands í apríl. Þeir leikir fóru fram fyrir luktum dyrum og vann Ísland af öryggi og tryggði sér sæti á HM. Félagið Ísland-Palestína er á meðal þeirra sem þrýst hafa á íslenska körfuboltalandsliðið að sniðganga leikinn við Ísrael í næstu viku, og taka þannig „skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði“. Yfirlýsingu KKÍ má lesa í heild sinni hér að neðan en þar kemur fram að með því að sniðganga leikinn við Ísrael eigi sambandið yfir höfði sér bönn og sektir. Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Þátttaka Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum, á meðan ísraelski herinn drepur tugþúsundir saklausra borgara í stríðinu á Gaza, hefur verið afar umdeild. Á þeim 22 mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir munu yfir 62.000 Palestínumenn hafa verið drepnir. Nú síðast settu samtök fótboltaþjálfara á Ítalíu þrýsting á það að fótboltalið frá Ísrael yrðu bönnuð frá alþjóðlegri keppni. Segjast hafa beitt sér gegn þátttöku Ísraels Í yfirlýsingu KKÍ segir að ljóst sé að Ísland hafi ekki neitt val um hvaða mótherjum það mæti á EM. Rétt sé að taka fram að sambandið hafi írekað beitt sér innan FIBA Europe og FIBA gegn þeirri ákvörðun að leyfa Ísrael að spila á alþjóðlegum mótum en ekki haft erindi sem erfiði. Ólíklegt sé að það gerist á meðan að Alþjóða Ólympíuhreyfingin banni ekki þátttöku Ísraela. Þó að Rússar hafi verið bannaðir frá keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu þá hefur Ísrael áfram keppt í öllum íþróttum og er skemmst að minnast heimsóknar ísraelska kvennalandsliðsins í handbolta til Íslands í apríl. Þeir leikir fóru fram fyrir luktum dyrum og vann Ísland af öryggi og tryggði sér sæti á HM. Félagið Ísland-Palestína er á meðal þeirra sem þrýst hafa á íslenska körfuboltalandsliðið að sniðganga leikinn við Ísrael í næstu viku, og taka þannig „skýra afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði“. Yfirlýsingu KKÍ má lesa í heild sinni hér að neðan en þar kemur fram að með því að sniðganga leikinn við Ísrael eigi sambandið yfir höfði sér bönn og sektir. Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu.
Yfirlýsing frá KKÍ vegna leiks við Ísrael á EuroBasket 2025 Vegna spurninga og umræðna í ljósi þess að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik á EuroBasket fer fram gegn Ísrael telur KKÍ rétt að afstaða sambandsins komi fram. Þátttaka landsins á mótinu er á forræði FIBA Europe og FIBA sem einnig stendur fyrir niðurröðum í riðla og leiki. Þjóðir sem taka þátt hafa eðli málsins samkvæmt ekkert um val á mótherjum að segja. Á meðan IOC (Alþjóðlega Ólympíuhreyfingin) bannar ekki þátttöku Ísraela þá er veik von um að FIBA Europe, FIBA eða önnur helstu álfu/heimssambönd íþróttahreyfingarinnar banni þáttöku Ísraela, eins og staðan er núna. Rétt er að fram komi að KKÍ hefur bæði innan FIBA Europe og FIBA ítrekað beitt sér gegn ákvörðun þess að leyfa Ísrael að taka þátt í mótum að svo stöddu og mun áfram gera. KKÍ telur ekki rétt að hætta við þátttöku á EuroBasket. Ákvarðanir á borð við að hafna því að spila leik á mótinu myndu hins vegar hafa í för með sér fyrirvaralausa brottvísun úr keppni auk hárra fjársekta og mögulegt bann við þátttöku í komandi stórmótum á borð við EuroBasket og heimsmeistaramót. KKÍ fordæmir að sjálfsögðu allt ofbeldi og mannréttindabrot hvar og hvernig sem þau birtast. Íþróttir eru vettvangur til að byggja brýr og tengja samfélög, þær geta líka verið tækifæri til að vekja umræðu. Ljóst er að slíkt gerist þó ekki með því að hætta þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Önnur landslið í keppnisíþróttum á Íslandi og erlendis hafa tekið sömu eða svipaða afstöðu.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira