Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

Fóru illa að ráði sínu gegn Egyptum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum átján ára og yngri gerði jafntefli við Egyptaland, 20-20, í fyrri leik liðsins í milliriðlakeppni á HM í Kína.

Handbolti
Fréttamynd

„Miklar til­­finninga­­sveiflur sem tóku við“

Elín Klara Þor­kels­dóttir var valin í úr­vals­lið HM í hand­bolta fyrst ís­lenskra kvenna á dögunum eftir frá­bæra frammi­stöðu með undir tuttugu ára lands­liði Ís­lands sem náði besta árangri ís­lensks kvenna­lands­liðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Ís­lands á mótinu ein­stakan. Per­sónu­leg frammi­staða Elínar, sem er leik­maður Hauka, á HM mun án efa varpa kast­ljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í at­vinnu­mennsku alveg strax.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Klara valin í lið mótsins á HM

Íslenska handboltakonan Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í liði mótsins á heimsmeistaramóti tuttugu ára landsliða sem lauk í Norður Makedóníu í gær. Íslensku stelpurnar urðu í sjöunda sæti sem er besti árangur Íslands á þessu móti.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lensku stelpurnar hófu HM á sigri

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan fimm marka sigur er liðið mætti Angóla í fyrsta leik HM U20 ára landsliða í Norður-Makedóníu í dag, 24-19.

Handbolti
Fréttamynd

Kostar 600 þúsund að keppa með U18: „Þetta eru þakkirnar fyrir að spila fyrir lands­liðið“

Liðsmenn í U18 landsliði kvenna í handbolta þurfa að greiða 600 þúsund krónur úr eigin vasa fyrir að keppa á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Kína í ár. Móðir einnar úr liðinu segir stuðnings við afreksíþróttafólk frá ríkinu ábótavant og spyr hvort samfélagið vilji í alvörunni koma fram við afreksíþróttafólk landsins með þessum hætti. 

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land í erfiðum riðli á EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM í lok árs. Austurríki, Ungverjaland og Sviss halda mótið í sameiningu.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land ekki í neðsta flokki fyrir EM

Í fyrsta skipti í tólf ár verður nafn Íslands í skálinni þegar dregið verður í riðla Evrópumóts kvenna í handbolta eftir tíu daga. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki og því í fyrsta sinn ekki í neðsta flokknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Við viljum vera inn á öllum Evrópumótum“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var kampakátur eftir fjögurra marka sigur á Færeyjum á Ásvöllum í dag. Með sigrinum er það ljóst að íslenska liðið leikur á Evrópumótinu í nóvember og það í fyrsta sinn síðan 2012.

Handbolti