Leikskólar Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Innlent 7.1.2022 22:29 Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Innlent 3.1.2022 17:16 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Innlent 2.1.2022 22:30 Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Innlent 2.1.2022 20:31 Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. Innlent 2.1.2022 12:16 Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 30.12.2021 18:01 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. Innlent 22.12.2021 10:09 Leikskólakennarar lýsa yfir vonbrigðum með að leikskólum verði ekki lokað Stjórnir Félags leikskólakennara (FL) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hafa lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun að leikskólum verði ekki lokað milli jóla og nýárs vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 21.12.2021 13:48 Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs. Innlent 21.12.2021 10:22 Hvað erum við að gera í skólamálum? Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Skoðun 16.12.2021 11:31 Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. Innlent 13.12.2021 23:19 Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Innlent 13.12.2021 15:59 Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Skoðun 13.12.2021 12:00 Loka leikskólanum eftir að barn og starfsmaður greindust Barn og starfsmaður á leikskólanum Bergheimum í Ölfusi hafa greinst með Covid-19. Verður leikskólinn lokaður næstu tvo daga á meðan reynt er að ná utan um tilfellin. Innlent 12.12.2021 19:23 Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Innlent 9.12.2021 13:19 Listin að hlusta Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Skoðun 8.12.2021 08:01 Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. Innlent 1.12.2021 16:02 Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Skoðun 30.11.2021 15:29 Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Innlent 30.11.2021 15:09 Ókeypis leikskóli og tónlistarskóli í Reykhólahreppi Mikil ánægja er hjá foreldrum barna í Reykhólahreppi því á nýju ári verða leikskólagjöld og tónlistarnám í sveitarfélaginu ókeypis fyrir börn. Ástæðan er góð afkoma sveitarfélagsins. Innlent 28.11.2021 14:06 Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 17.11.2021 13:01 Gleði í leikskólanum Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Skoðun 17.11.2021 12:01 Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls. Innlent 17.11.2021 09:49 Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. Innlent 15.11.2021 19:08 Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Innlent 15.11.2021 13:06 Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. Innlent 14.11.2021 22:10 Skólum lokað á Fáskrúðsfirði Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið. Innlent 11.11.2021 19:08 Biðlistabörnin Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Skoðun 11.11.2021 10:31 Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. Innlent 10.11.2021 14:40 Leikskólakennarar fjórðungur starfsmanna leikskóla Í desember 2020 voru 1.628 leikskólakennarar starfandi í leikskólum á Íslandi en það jafngildir 25,7 prósentum starfsfólks sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. Innlent 9.11.2021 09:26 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 … 21 ›
Tillaga borgaryfirvalda grátbrosleg Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frístundasviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega. Innlent 7.1.2022 22:29
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Innlent 3.1.2022 17:16
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Innlent 2.1.2022 22:30
Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Innlent 2.1.2022 20:31
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. Innlent 2.1.2022 12:16
Lokað í grunn- og leikskólum á mánudaginn Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 30.12.2021 18:01
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. Innlent 22.12.2021 10:09
Leikskólakennarar lýsa yfir vonbrigðum með að leikskólum verði ekki lokað Stjórnir Félags leikskólakennara (FL) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) hafa lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun að leikskólum verði ekki lokað milli jóla og nýárs vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Innlent 21.12.2021 13:48
Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs. Innlent 21.12.2021 10:22
Hvað erum við að gera í skólamálum? Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Skoðun 16.12.2021 11:31
Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. Innlent 13.12.2021 23:19
Jónína kjörin varaformaður kennara Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar á Akureyri, hefur verið kjörin varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún tekur við embættinu af Önnu Maríu Gunnarsdóttur á þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Innlent 13.12.2021 15:59
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. Skoðun 13.12.2021 12:00
Loka leikskólanum eftir að barn og starfsmaður greindust Barn og starfsmaður á leikskólanum Bergheimum í Ölfusi hafa greinst með Covid-19. Verður leikskólinn lokaður næstu tvo daga á meðan reynt er að ná utan um tilfellin. Innlent 12.12.2021 19:23
Skólar í Fjarðabyggð áfram lokaðir vegna fjölgunar smita Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa. Innlent 9.12.2021 13:19
Listin að hlusta Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Skoðun 8.12.2021 08:01
Segja barnavernd hafa lokið málinu án frekari athugasemda Úttekt Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leikskólanum Sælukoti stendur enn yfir. Forsvarsmenn leikskólans segja skólann hafa starfað við góðan orðstír undir eftirliti frá árinu 1984. Sælukot hefur tryggt sér þjónustu lögmanns til að gæta hagsmuna leikskólans. Innlent 1.12.2021 16:02
Börn eru að meðaltali 29 mánaða þegar þau hefja dvöl á leikskólum Reykjavíkur Allt kjörtímabilið höfum við Sjálfstæðismenn verið að reyna að fá svar við spurningunni, hver sé meðalaldur barna við inngöngu í leikskóla Reykjavíkur. Fyrst þegar spurt var þá þótti of kostnaðarsamt að svara okkur, þar sem þessi gögn voru ekki til í gagnagrunnum Reykjavíkurborgar. Skoðun 30.11.2021 15:29
Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Innlent 30.11.2021 15:09
Ókeypis leikskóli og tónlistarskóli í Reykhólahreppi Mikil ánægja er hjá foreldrum barna í Reykhólahreppi því á nýju ári verða leikskólagjöld og tónlistarnám í sveitarfélaginu ókeypis fyrir börn. Ástæðan er góð afkoma sveitarfélagsins. Innlent 28.11.2021 14:06
Foreldrar hafa beðið um flutning barna frá Sælukoti Búist er við að úttekt á leikskólanum Sælukoti ljúki í næstu viku en borgin hefur undanfarið rætt við aðstandendur skólans um þær alvarlegu ávirðingar sem fram hafa komið. Sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs segir að ákveðið hafi verið að skýra betur samninga borgarinnar við sjálfstætt starfandi leikskóla. Innlent 17.11.2021 13:01
Gleði í leikskólanum Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Skoðun 17.11.2021 12:01
Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls. Innlent 17.11.2021 09:49
Móðir lýsir alvarlegum atvikum á Sælukoti Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára barni, starfaði á leikskólanum þrátt fyrir tilkynningu móður um meint brot. Foreldrar og fyrrverandi starfsmenn leikskólans krefjast þess að honum verði lokað. Innlent 15.11.2021 19:08
Mál Sælukots til skoðunar hjá Reykjavíkurborg Mál leikskólans Sælukots er til skoðunar hjá Reykjavíkurborg en leikskólinn hefur verið harðlega gagnrýndur af fyrrverandi starfsfólki og foreldrum barna sem þar hafa dvalið. Segjast þau ítrekað hafa bent á alvarlega hluti sem hafa fengið að viðgangast á leikskólanum en lítið verið um svör. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að málinu verði fylgt fast eftir. Innlent 15.11.2021 13:06
Séð um bleiuskipti þrátt fyrir meint kynferðisbrot gegn barni Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots í Reykjavík og aðstandendur barna sem hafa dvalið þar krefjast þess að leikskólanum verði tafarlaust lokað og róttækar breytingar gerðar á starfsháttum. Verulegir vankantar eru sagðir vera á aðbúnaði barna á leikskólanum og telur hópurinn að rekstur leikskólans geti vart staðist lög. Innlent 14.11.2021 22:10
Skólum lokað á Fáskrúðsfirði Smit kom upp í tengslum við grunnskólann á Fáskrúðsfirði í gær. Tekin var ákvörðun um að loka skólanum og leikskólanum í kjölfarið. Innlent 11.11.2021 19:08
Biðlistabörnin Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar. Skoðun 11.11.2021 10:31
Níu smitaðir á Vopnafirði og skólum lokað Einn til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Vopnafirði í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum. Þá er töluverður fjöldi í sóttkví og smitgát. Ákveðið hefur verið að skólar verði lokaðir á morgun vegna útbreiðslu veirunnar í bænum. Innlent 10.11.2021 14:40
Leikskólakennarar fjórðungur starfsmanna leikskóla Í desember 2020 voru 1.628 leikskólakennarar starfandi í leikskólum á Íslandi en það jafngildir 25,7 prósentum starfsfólks sem starfa við uppeldi og menntun leikskólabarna. Innlent 9.11.2021 09:26