„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2023 11:26 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar. Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar.
Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26