Hafnar því að hafa útilokað Önnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:16 Heimir segir að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum um breytta gjaldskrá leikskóla á Akureyri. Vísir Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“ Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“
Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent