15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 20:06 Fjöldi fólks mætti til Axels og fjölskyldu í vikunni til að fagna nýja húsnæðinu og velgengni fyrirtækisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats
Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira