15 þúsund skammtar af mat á dag hjá Skólamat í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. september 2023 20:06 Fjöldi fólks mætti til Axels og fjölskyldu í vikunni til að fagna nýja húsnæðinu og velgengni fyrirtækisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtán þúsund matarskammtar fara út á hverjum virkum degi í einu fullkomnasta eldhúsi landsins til leik- og grunnskólabarna á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Vinsælasti maturinn er hakk og spaghettí og grjónagrautur. Hér erum við að tala um fyrirtækið Skólamat í Reykjanesbæ. Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Skólamatur er fyrirtæki, sem Axel Jónsson stofnaði fyrir 24 árum þegar hann byrjaði að elda mat og senda á nokkra leikskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hefur fyrirtækið sprungið út og eldar í dag fyrir 85 leik- og grunnskóla á Suðvesturhorni landsins. Í vikunni tók fyrirtækið í notkun nýtt fimmtán hundruð fermetra húsnæði með glæsilegra aðstöðu undir starfsemina og kom fjöldi manns saman til að fagna áfanganum með Axel og fjölskyldu. „Númer eitt, tvö og þrjú er snyrtimennskan og gott hráefni og að vanda til verka og hlusta á börnin. Það þýðir ekkert að vera að gefa þeim hvað sem er, þau segja sannleikann,” segir Axel. En hvað skyldi nú vera vinsælasti maturinn hjá krökkunum ? „Ætli það sé ekki hakk og spaghettí, ég gæti trúað því. Grjónagrautur er líka vinsæll.” Og þetta atriði leggur Axel mikla áherslu á. „Að vera heiðarlegur í viðskiptum, það ber árangur og það er grundvöllur af rekstrinum.” Skólamatur var að taka í notkun nýtt og glæsilegt 1500 fermetra húsnæði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn Axels og konu hans sjá í dag um rekstur Skólamats. „Þetta er sérhæft eldhús til að undirbúa mat til þess að það sé hægt að elda hann í leik- og grunnskólum. Við eldum matinn hér eða undirbúum hann og svo er hann eldaður í grunnskólanum sjálfum. Við leggjum mikla áherslu á það að elda matinn á staðnum,” segir Jón Axelsson framkvæmdastjóri Skólamats og bætir við. „Á hverju hádegi erum við með fimmtán þúsund mata, sem við dreifum á áttatíu og fimm staði.” „Og það eru 170 manns, sem starfa í Skólamat þannig að án þeirra væri þetta ekki hægt, frábærir starfsmenn og mikil liðsheild,” segir Fanný Axelsdóttir mannauðsstjóri Skólamats. Systkinin Jón og Fanný Axelsbörn, sem sjá um rekstur Skólamats í Reykjanesbæ.Starfsmenn fyrirtækisins eru 170.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá systkinunum ? „Ég segi saltkjöt og baunir þegar maður fær það svona spari,” segir Jón. „Og ég held ég segi bara soðinn fiskur, mér finnst hann bestur,” segir Fanný. Heimasíða Skólamats
Reykjanesbær Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira