Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 19. september 2023 15:00 Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Alls hafa verið opnuð yfir 900 ný leikskólapláss á undanförnum 5 árum sem er nokkuð umfram þau markmið sem sett voru fram í aðgerðaáætluninni Brúum bilið í lok árs 2018 en þar var stefnt að fjölgun um 700-750 á 4-6 árum. Þessi mikla fjölgun hefur þó ekki nýst eins vel til að lækka innritunaraldur eins og vonir stóðu til vegna óvenju mikils viðhalds í eldri leikskólum sem gera það að verkum að mörg hundruð leikskólapláss í gömlu leikskólunum hafa lokað á móti þeim nýju sem bæst hafa við. Staðan í fyrra var fordæmalaus hvað þetta varðaði og staðan í ár er enn vandasöm sem sést á því að enn eru allmörg pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast til að innrita ný börn eins og til stóð vegna viðhaldsframkvæmda og endurbóta. Starfsaðstæður batna Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er verið að taka hraustlega til hendinni í að bæta aðstöðumál leikskóla í borginni, bæði með nýju leikskólahúsnæði og átaki í viðhaldsmálum sem bætir til muna starfsaðstæður starfsfólks og auðvitað leikskólabarna. Og eftir því sem fleiri leikskólar eru teknir í gegn mun eðli málsins samkvæmt viðhaldsþörfin minnka í gömlu leikskólunum heilt á litið og 300-400 pláss nýtast til að taka á móti nýjum börnum umfram þau sem þegar eru komin í notkun. Eins og fram hefur komið í umræðunni þá eru um 363 pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast í dag vegna viðhaldsframkvæmda en sem betur fer er reiknað með að mikill meirihluti þeirra eða 265 talsins nýtist aftur strax á næsta ári fyrir inntöku nýrra barna. Jákvæðari horfur í mönnunarmálum Það er líka jákvætt að betur horfir með mönnunarmálin bæði til skemmri tíma en sérstaklega til lengri tíma litið því aðsókn í leikskólakennaranámið er að aukast jafnt og þétt og sérstaklega frá árinu 2018 þegar við fórum í átak til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskólanna með milljarða fjárfestingu en frá þeim tíma hefur nemendafjöldinn þrefaldast og nálgast nú nemendatölur frá því fyrir 2008 þegar kennaranámið var lengt í 5 ár. Þessi þróun skiptir miklu máli því aðsókn í leikskólakennaranámið minnkaði um 75% eftir lengingu námsins og náði sér ekki á strik fyrr en 10 árum síðar með alvarlegum afleiðingum fyrir mönnun leikskóla um land allt. Nýir leikskólar í undirbúningi Núna er framkvæmdum lokið við nýjan leikskóla við Hallgerðargötu við Kirkjusand þar sem nýr ungbarnaleikskóli mun opna á allra næstu vikum en starfsfólk og stjórnendur eru byrjuð að koma sér fyrir í glænýju húsnæði með skemmtilegu útisvæði. Þar verður hægt að taka á móti 60 börnum og mun þessi viðbót koma í góðar þarfir í Laugardal og nágrenni þar sem fjöldi umsókna hefur verið með mesta móti í borginni. Næstur á dagskránni verður svo nýr leikskóli í Ævintýraborgarhúsnæði á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg en hann er hugsaður til að mæta brýnni þörf miðsvæðis í borginni. Sá leikskóli mun rúma 90 börn og er stefnt að því að hann opni á fyrri hluta næsta árs. Auglýsingaferli er að ljúka á næstu vikum fyrir nýjar deiliskipulagsbreytingar sem tengjast tveimur leikskólum sem eiga svo að opna næsta haust, annars vegar í Fossvogi þar sem verður leikskóli fyrir allt að 150 börn og hins vegar um 100 barna leikskólahúsnæði við Laugardalsvöll sem mun nýtast fyrir ný börn en líka börnum á leikskólanum Laugasól þar sem miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Sambærilegt verkefni er í Vesturbænum tengt framkvæmdum við Vesturborg nærri Sundlaug Vesturbæjar þar sem stefnt er að því að setja Ævintýraborg til bráðabirgða fyrir um 100 börn sem geti tekið við börnum af Vesturborg en líka boðið nýjum börnum inngöngu. Sömuleiðis er undirbúningur í fullum gangi fyrir nýjan leikskóla í Seljahverfinu í Breiðholti. Stefnt er að því að sá leikskóli rúmi allt að 150 börn og opni á haustmánuðum næsta árs. Þá er verið að skipuleggja stækkun á tveimur starfandi leikskólum annars vegar Stakkaborg í Hlíðahverfinu og hins vegar Hulduheimum í Grafarvogi sem munu nýtast til að bjóða um 70 börnum til viðbótar í þessa tvo leikskóla. Í vetur eru svo að fara í gang spennandi hönnunarsamkeppnir fyrir nýja leikskóla í Vogabyggð, Fellahverfinu í Breiðholti og Skerjafirði svo nokkuð sé nefnt.Þessu til viðbótar stefnir í umtalsverða fjölgun meðal nokkurra sjálfstætt starfandi leikskóla og lítur út fyrir að hún muni nema tæplega 200 plássum á allra næstu misserum. Allt í allt stefnir því í að við munum fá tæplega í kringum 800 ný pláss inn í leikskóla í borginni fram til ársloka 2024 miðað við áætlanir okkar í dag borið saman við 600 ný pláss í fyrra. Sú uppbygging er auðvitað forsenda þess að hægt verði að bjóða börnum í leikskólana frá 12 mánaða aldri en fjöldi þeirra í dag er á sjöunda hundrað eins og fram hefur komið í umræðunni en sú tala tekur daglegum breytingum eins og við þekkjum. Það er því heilmikil uppbygging framundan í leikskólamálum í borginni. Uppbygging leikskólanna í borginni er forgangsmál sem við munum áfram sinna af fullum krafti og metnaði með það í huga að geta á allra næstu misserum boðið börnum í leikskólana að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Alls hafa verið opnuð yfir 900 ný leikskólapláss á undanförnum 5 árum sem er nokkuð umfram þau markmið sem sett voru fram í aðgerðaáætluninni Brúum bilið í lok árs 2018 en þar var stefnt að fjölgun um 700-750 á 4-6 árum. Þessi mikla fjölgun hefur þó ekki nýst eins vel til að lækka innritunaraldur eins og vonir stóðu til vegna óvenju mikils viðhalds í eldri leikskólum sem gera það að verkum að mörg hundruð leikskólapláss í gömlu leikskólunum hafa lokað á móti þeim nýju sem bæst hafa við. Staðan í fyrra var fordæmalaus hvað þetta varðaði og staðan í ár er enn vandasöm sem sést á því að enn eru allmörg pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast til að innrita ný börn eins og til stóð vegna viðhaldsframkvæmda og endurbóta. Starfsaðstæður batna Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er verið að taka hraustlega til hendinni í að bæta aðstöðumál leikskóla í borginni, bæði með nýju leikskólahúsnæði og átaki í viðhaldsmálum sem bætir til muna starfsaðstæður starfsfólks og auðvitað leikskólabarna. Og eftir því sem fleiri leikskólar eru teknir í gegn mun eðli málsins samkvæmt viðhaldsþörfin minnka í gömlu leikskólunum heilt á litið og 300-400 pláss nýtast til að taka á móti nýjum börnum umfram þau sem þegar eru komin í notkun. Eins og fram hefur komið í umræðunni þá eru um 363 pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast í dag vegna viðhaldsframkvæmda en sem betur fer er reiknað með að mikill meirihluti þeirra eða 265 talsins nýtist aftur strax á næsta ári fyrir inntöku nýrra barna. Jákvæðari horfur í mönnunarmálum Það er líka jákvætt að betur horfir með mönnunarmálin bæði til skemmri tíma en sérstaklega til lengri tíma litið því aðsókn í leikskólakennaranámið er að aukast jafnt og þétt og sérstaklega frá árinu 2018 þegar við fórum í átak til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskólanna með milljarða fjárfestingu en frá þeim tíma hefur nemendafjöldinn þrefaldast og nálgast nú nemendatölur frá því fyrir 2008 þegar kennaranámið var lengt í 5 ár. Þessi þróun skiptir miklu máli því aðsókn í leikskólakennaranámið minnkaði um 75% eftir lengingu námsins og náði sér ekki á strik fyrr en 10 árum síðar með alvarlegum afleiðingum fyrir mönnun leikskóla um land allt. Nýir leikskólar í undirbúningi Núna er framkvæmdum lokið við nýjan leikskóla við Hallgerðargötu við Kirkjusand þar sem nýr ungbarnaleikskóli mun opna á allra næstu vikum en starfsfólk og stjórnendur eru byrjuð að koma sér fyrir í glænýju húsnæði með skemmtilegu útisvæði. Þar verður hægt að taka á móti 60 börnum og mun þessi viðbót koma í góðar þarfir í Laugardal og nágrenni þar sem fjöldi umsókna hefur verið með mesta móti í borginni. Næstur á dagskránni verður svo nýr leikskóli í Ævintýraborgarhúsnæði á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg en hann er hugsaður til að mæta brýnni þörf miðsvæðis í borginni. Sá leikskóli mun rúma 90 börn og er stefnt að því að hann opni á fyrri hluta næsta árs. Auglýsingaferli er að ljúka á næstu vikum fyrir nýjar deiliskipulagsbreytingar sem tengjast tveimur leikskólum sem eiga svo að opna næsta haust, annars vegar í Fossvogi þar sem verður leikskóli fyrir allt að 150 börn og hins vegar um 100 barna leikskólahúsnæði við Laugardalsvöll sem mun nýtast fyrir ný börn en líka börnum á leikskólanum Laugasól þar sem miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Sambærilegt verkefni er í Vesturbænum tengt framkvæmdum við Vesturborg nærri Sundlaug Vesturbæjar þar sem stefnt er að því að setja Ævintýraborg til bráðabirgða fyrir um 100 börn sem geti tekið við börnum af Vesturborg en líka boðið nýjum börnum inngöngu. Sömuleiðis er undirbúningur í fullum gangi fyrir nýjan leikskóla í Seljahverfinu í Breiðholti. Stefnt er að því að sá leikskóli rúmi allt að 150 börn og opni á haustmánuðum næsta árs. Þá er verið að skipuleggja stækkun á tveimur starfandi leikskólum annars vegar Stakkaborg í Hlíðahverfinu og hins vegar Hulduheimum í Grafarvogi sem munu nýtast til að bjóða um 70 börnum til viðbótar í þessa tvo leikskóla. Í vetur eru svo að fara í gang spennandi hönnunarsamkeppnir fyrir nýja leikskóla í Vogabyggð, Fellahverfinu í Breiðholti og Skerjafirði svo nokkuð sé nefnt.Þessu til viðbótar stefnir í umtalsverða fjölgun meðal nokkurra sjálfstætt starfandi leikskóla og lítur út fyrir að hún muni nema tæplega 200 plássum á allra næstu misserum. Allt í allt stefnir því í að við munum fá tæplega í kringum 800 ný pláss inn í leikskóla í borginni fram til ársloka 2024 miðað við áætlanir okkar í dag borið saman við 600 ný pláss í fyrra. Sú uppbygging er auðvitað forsenda þess að hægt verði að bjóða börnum í leikskólana frá 12 mánaða aldri en fjöldi þeirra í dag er á sjöunda hundrað eins og fram hefur komið í umræðunni en sú tala tekur daglegum breytingum eins og við þekkjum. Það er því heilmikil uppbygging framundan í leikskólamálum í borginni. Uppbygging leikskólanna í borginni er forgangsmál sem við munum áfram sinna af fullum krafti og metnaði með það í huga að geta á allra næstu misserum boðið börnum í leikskólana að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun