Verðlag „Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Innlent 23.11.2022 20:18 Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 19:22 Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Innlent 23.11.2022 11:51 „Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. Viðskipti innlent 23.11.2022 11:34 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 23.11.2022 09:00 Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. Innherji 23.11.2022 08:52 Nálgun stærsta stéttarfélagsins í Þýskalandi á „skylt“ við áherslur SA Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands samdi um kjarasamninga sem eru nokkuð undir verðbólgu þar í landi. „Þessi hugmyndafræði í Þýskalandi,“ segir efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, „á skylt við það sem við höfum lagt áherslu á að launaþróun samræmist lítilli verðbólgu og samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Innherji 22.11.2022 07:00 Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld. Innherji 21.11.2022 07:00 Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Neytendur 17.11.2022 13:59 „Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Neytendur 12.11.2022 09:01 „Augu allra“ hafa verið á verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum. Innherji 11.11.2022 18:05 Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins. Innherji 9.11.2022 14:00 Eru hlutabréf verðtryggð? Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa. Umræðan 6.11.2022 10:31 Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Innlent 3.11.2022 21:30 Betra er brjóstvit en bókvit Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Skoðun 28.10.2022 13:01 Telja að verðbólga taki ekki á rás þrátt fyrir óvænta þróun í dag Verðbólga mældist yfir spám greinenda í október. Sérfræðingar á markaði telja að líklega hafi verðbólgan toppað í sumar og horfa til þess að hún fari hjaðnandi á næstu mánuðum. Sjóðstjóri segir að stóra spurningin fyrir Seðlabankann sé hversu hratt hún gangi til baka. Innherji 27.10.2022 15:59 Verðbólga hækkar lítillega og mælist 9,4 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,4 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 27.10.2022 09:15 Miklar verðhækkanir frá birgjum Haga setur „pressu á framlegð“ Forstjóri Haga sagði að það séu miklar og stöðugar verðhækkanir frá heildsölum og framleiðendum. „Enn sem komið er hefur ekkert borið á lækkunum frá birgjum,“ sagði hann. Það sé enda mikil verðbólga alþjóðlega. Innherji 20.10.2022 11:51 Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið. Neytendur 20.10.2022 10:54 Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída. Innherji 19.10.2022 19:12 Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma. Viðskipti innlent 19.10.2022 14:19 Rétt gögn en röng ályktun Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Skoðun 19.10.2022 11:31 Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. Viðskipti innlent 18.10.2022 13:38 Alþjóðlegur dagur matvæla Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Skoðun 18.10.2022 13:00 Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 18.10.2022 08:50 Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05 Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20 Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. Neytendur 13.10.2022 11:25 AGS: Fordæmalausar hækkanir á matvælaverði Matvælaverð hefur hækkað um meira en 50 prósent frá árinu 2020 og verð ákveðinna tegunda matvæla á hrávörumarkaði hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á verðþróun hrávara sem teljast til matvæla. Innherji 13.10.2022 11:00 Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. Innherji 12.10.2022 10:47 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 31 ›
„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Innlent 23.11.2022 20:18
Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. Innlent 23.11.2022 19:22
Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. Innlent 23.11.2022 11:51
„Við munum hækka vexti eins og þarf“ Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum. Viðskipti innlent 23.11.2022 11:34
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 25 punkta hækkun Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentustig. Viðskipti innlent 23.11.2022 09:00
Seðlabankinn hækkar vexti í sex prósent og hafa þeir ekki verið hærri frá 2010 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hækkað meginvexti um 0,25 prósentur, úr 5,75 prósent í 6 prósent, og vísar meðal annars til þess að undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist og vísbendingar eru sömuleiðis um að kjölfesta verðbólguvæntinga í markmið Seðlabankans hafi veikst. Mikill óvissa var meðal markaðsaðila um vaxtaákvörðun Seðlabankans, hvort þeim yrði haldið óbreyttum eða hækkaðir jafnvel upp í allt að 50 punkta. Innherji 23.11.2022 08:52
Nálgun stærsta stéttarfélagsins í Þýskalandi á „skylt“ við áherslur SA Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands samdi um kjarasamninga sem eru nokkuð undir verðbólgu þar í landi. „Þessi hugmyndafræði í Þýskalandi,“ segir efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, „á skylt við það sem við höfum lagt áherslu á að launaþróun samræmist lítilli verðbólgu og samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Innherji 22.11.2022 07:00
Seðlabankastjóri hafi verið „of fljótur að kalla toppinn“ og spá hækkun vaxta Ólíklegt er að vonir seðlabankastjóra um að vaxtahækkun bankans í byrjun október yrði sú síðasta í bili rætist þegar peningastefnunefnd kemur saman í vikunni. Mikill meirihluti markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að vextir verði hækkaðir um 25 punkta en óvænt gengisveiking krónunnar hefur ýtt undir hærri verðbólguvæntingar og þá virðist enn vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Sumir vænta jafnvel 50 punkta hækkunar með vísan til þess að verðbólguálag hefur hækkað verulega og aðhald Seðlabankans sjaldan verið minna á þessari öld. Innherji 21.11.2022 07:00
Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Neytendur 17.11.2022 13:59
„Skjálftamælar okkar hagfræðinga eru byrjaðir að blikka“ Þorvaldur Gylfason hagfræðingur varaði í viðtali við Ísland í dag við því að ný fjármálakreppa kynni að vofa yfir bæði í útlöndum og hér heima. Í ljósi fjárhagsaðstæðna sagði hann að fólk ætti að halda að sér höndum og hemja jólaneysluna. Neytendur 12.11.2022 09:01
„Augu allra“ hafa verið á verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum. Innherji 11.11.2022 18:05
Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins. Innherji 9.11.2022 14:00
Eru hlutabréf verðtryggð? Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa. Umræðan 6.11.2022 10:31
Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Innlent 3.11.2022 21:30
Betra er brjóstvit en bókvit Það styttist í jólin. Verslanir keppast því við að fylla hillur af nýprentuðum bókum. Vísir fjallaði um málið í vikunni þar sem sagði að verð á bókum hækki með hverju ári og bókin stefni í að kosta tæplega átta þúsund krónur, að jafnaði. Skoðun 28.10.2022 13:01
Telja að verðbólga taki ekki á rás þrátt fyrir óvænta þróun í dag Verðbólga mældist yfir spám greinenda í október. Sérfræðingar á markaði telja að líklega hafi verðbólgan toppað í sumar og horfa til þess að hún fari hjaðnandi á næstu mánuðum. Sjóðstjóri segir að stóra spurningin fyrir Seðlabankann sé hversu hratt hún gangi til baka. Innherji 27.10.2022 15:59
Verðbólga hækkar lítillega og mælist 9,4 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,4 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 27.10.2022 09:15
Miklar verðhækkanir frá birgjum Haga setur „pressu á framlegð“ Forstjóri Haga sagði að það séu miklar og stöðugar verðhækkanir frá heildsölum og framleiðendum. „Enn sem komið er hefur ekkert borið á lækkunum frá birgjum,“ sagði hann. Það sé enda mikil verðbólga alþjóðlega. Innherji 20.10.2022 11:51
Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði Heimkaup var að meðaltali lengst frá lægsta verði í verðkönnun verðlagseftirltis ASÍ á matvöru. Bónus var oftast með lægsta verðið. Neytendur 20.10.2022 10:54
Uppskerubrestur í Flórída ýtir verði á appelsínusafa í methæðir Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída. Innherji 19.10.2022 19:12
Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma. Viðskipti innlent 19.10.2022 14:19
Rétt gögn en röng ályktun Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Skoðun 19.10.2022 11:31
Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. Viðskipti innlent 18.10.2022 13:38
Alþjóðlegur dagur matvæla Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Skoðun 18.10.2022 13:00
Bein útsending: Opinn fundur með fulltrúum Seðlabankans Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með fulltrúum Seðlabankans klukkan 9.10. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 18.10.2022 08:50
Íslandsbanki hækkar vexti Íslandsbanki mun hækka vexti um allt að 0,25 prósentustig á mánudaginn vegna ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að hækka stýrivexti. Viðskipti innlent 14.10.2022 22:05
Arion banki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána frá og með deginum í dag. Bankinn fylgir því fordæmi Landsbankans sem hækkaði vexti fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 14.10.2022 10:20
Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. Neytendur 13.10.2022 11:25
AGS: Fordæmalausar hækkanir á matvælaverði Matvælaverð hefur hækkað um meira en 50 prósent frá árinu 2020 og verð ákveðinna tegunda matvæla á hrávörumarkaði hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á verðþróun hrávara sem teljast til matvæla. Innherji 13.10.2022 11:00
Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. Innherji 12.10.2022 10:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent