Skorar á ríkisstjórnina að takast á við hinn raunverulega „brennuvarg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2023 15:34 Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi spurði Þorgerður K. Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra hvort hún myndi vilja grípa boltann sem Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins hefði hent á loft í pistli sem hann skrifaði um íslensku krónuna á dögunum. Þar sagðist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á henni. Vísir/Egill/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði pistil Vilhjálms Birgissonar formann Starfsgreinasambandsins að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag. Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Í pistlinum segist Vilhjálmur vera búinn að gefast upp á íslensku krónunni og segir margt benda til þess að örmyntin eigi stóran þátt í hinum miklu efnahagssveiflum sem einkenna efnahagsástandið á Íslandi. Þorgerður steig í pontu og beindi spurningu sinni um íslensku krónuna, sem Þorgerður kallar „brennuvarg,“ til viðskiptaráðherra. „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hún er tilbúin til að grípa þennan bolta sem meðal annars Vilhjálmur Birgisson kastaði á loft og til í þetta samtal og til í að meta stöðuna fyrir heimilin í landinu og fyrir okkar samfélag. Hvaða valkostir eru í boði aðrir heldur en íslenska krónan?“ Henti best að vera með sjálfstæða peningastefnu Ekki stóð á svörum frá Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, sem hefur undanfarna daga leitað skýringa á því hvers vegna styrking krónunnar hafi ekki skilað sér í lægra vöruverði í matvörubúðum og átt fundi með forsvarsmönnum stóru matvörukeðjanna á Íslandi. Hún sagði verðbólguna vera stóra áskorun og að hún hefði viljað sjá hana hjaðna hraðar. Hún vísaði í úttekt Seðlabankans á gjaldmiðlamálum þegar hún svaraði Þorgerði. „Seðlabankinn var mjög afgerandi í niðurstöðu sinni um að eins og staðan væri í dag að þá hentaði sjálfstæð peningastefna okkur og hefði skilað okkur umfangsmiklum ávinningi. Ef við ætluðum síðan að fara að skoða hvernig framtíðarskipulag peningastefnu á Íslandi eigi að vera þá tel ég að við verðum alltaf að skoða hagsveiflur viðkomandi ríkis og þá gjaldmiðilinn út frá því vegna þess að það sem hefur gerst á Íslandi er að hér hefur hagvöxtur verið til að mynda mun meiri en í löndum Evrópusambandsins og þá hentar sá gjaldmiðill að mínu mati alls ekki íslensku hagkerfi,“ sagði Lilja. Vill efla „brunavarnirnar“ áður en kviknar í Þorgerður rakti hagstjórnarákvarðanir Seðlabankastjóra þegar hún steig í pontu að nýju. „Sami seðlabankastjóri ráðlagði heimilum landsins fyrir nokkrum misserum, örfáum mánuðum síðan þetta: „Um að gera, takið þið óverðtryggð lán.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í kosningabaráttu um að Ísland væri lágvaxtaland, halelújah! Hvað gerist síðan? Í dag er seðlabankastjóri að mæla eindregið með því fyrir íslensku heimilin í landinu, með öllum þeim byrðum, að fara inn í verðtryggð lán.“ Þorgerði Katrínu þykir tími til kominn að hugsa efnahagsmálin til lengri tíma. „Af hverju getum við ekki reynt að fara að tala um kjarna málsins? Af hverju tölum við alltaf um brunavarnir þegar eldurinn er löngu kviknaður? Af hverju getum við ekki byrjað á grunninum og eflt okkar brunavarnir, ekki bara til skemmri tíma heldur til lengri tíma og um það snýst málið og það er það sem meðal annars forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar á við vegna þess að það er að tala við fólkið á gólfinu; við fólkið sem er að greiða þessi lán sem hafa farið úr 200 þúsund í 400 þúsund og úr 300 í 500 þúsund, fólkið sem getur ekki lengur borið þessar krónubyrðar sem eru alltaf settar reglulega á þeirra herðar,“ segir Þorgerður Katrín á Alþingi í dag.
Verðlag Seðlabankinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Viðreisn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Vilhjálmur gefst upp á íslensku krónunni Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi, formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur látið af stuðningi sínum við krónuna. 22. september 2023 11:54