Spænski boltinn

Fréttamynd

Messi vantar bara þrjú mörk til að jafna metið hans Ronaldo

Lionel Messi á möguleika að jafna markametið hjá Barcelona í síðustu tveimur umferðunum í spænsku úrvalsdeildinni. Messi er búinn að skora 44 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og vantar þrjú mörk til viðbótar til þess að jafna félagsmet Ronaldo. Metið er orðið þrettán ára gamalt eða níu árum yngra en Messi sjálfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul yfir sig hrifinn af Ronaldo

Reynsluboltinn Raul hjá Real Madrid er yfir sig hrifinn af liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo, og hann hrósar honum í hástert fyrir viðhorf sitt og fagmennsku.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema: Ég verð áfram hjá Real

Karim Benzema segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann sé á leið frá spænska stórveldinu Real Madrid en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo tryggði Real Madrid sigur

Real Madrid heldur áfram að elta Barcelona en liðin berjast um spænska meistaratitilinn. Real er stigi á eftir Börsungum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Metzelder hættur hjá Real Madrid og á leiðinni til Schalke

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder er líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid eftir þrjú meiðslahrjáð tímabil hjá félaginu. Þýska blaðið Bild segir hinn 29 ára varnarmaður sé búinn að samþykkja að fara til Schalke 04.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka tryggði Real sigur

Brasilíumaðurinn Kaka var hetja Real Madrid í gærkvöldi er hann tryggði sínum mönnum í Real Madrid 2-1 sigur á Real Zaragoza á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Raul ekki að fara að hætta

Raul, gulldrengurinn hjá Real Madrid, útilokar að leggja skó sína á hilluna að tímabilinu loknu. Þessi 33 ára sóknarmaður hefur mátt verma tréverkið mikið þennan veturinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvort á Barcelona eða Real Madrid eftir erfiðari leiki?

Það er enn spenna í baráttunni um spænska meistaratitilinn þrátt fyrir að Barcelona hafi unnið Real Madrid sannfærandi á dögunum. Barcelona náði aðeins markalausu jafntefli um síðustu helgi og nú munar aðeins einu stigi á liðunum þegar fimm leikir eru eftir. Það er því fróðlegt að skoða hvort liðið á eftir erfiðari andstæðinga í síðustu fimm umferðunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka æfði með aðalliði Real Madrid á afmælisdaginn

Brasilíumaðurinn Kaka er 28 ára gamall í dag og hélt upp á það með því að æfa með aðalliði Real Madrid. Það lítur því allt út fyrir það að hann geti spilað með Real-liðin á móti Real Zaragoza á laugardaginn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan 10. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi ósáttur við dómgæsluna

Spænski landsliðsmaðurinn og leikmaður Barcelona, Xavi, hefur gagnrýnt dómarann Undiano Mallecano eftir markalaust jafntefli Barcelona og Espanyol um helgina.

Fótbolti