Tap Real Madrid fyrir Real Zaragoza á Santiago Bernabeau í gær var fyrir margra hluta sakir áhugavert. Ekki síst fyrir þá staðreynd að Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að tapa sínum öðrum leik á heimavelli í röð.
Það hefur ekki gerst síðan árið 2002 er Mourinho var að þjálfa í Portúgal.
Mourinho á eitt af ótrúlegri metum boltans en lið hans spiluði 150 leiki í röð á þess að tapa. Lið hans spiluðu í heil átta ár án þess að tapa.
Það er því eitthvað að gefa sig hjá Real Madrid þessa dagana.

