Forráðamenn Real Madrid hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir ætli sér að reyna að kaupa Emmanuel Adebayor frá Man. City í sumar. Adebayor hefur verið í láni hjá spænska félaginu síðan um áramótin og staðið sig vel.
"Adebayor er frábær leikmaður og hefur komið með góða strauma í búningsklefann. Við eigum enn eftir að taka ákvörðun um hvort við gerum tilboð í hann," sagði Aitor Karanka, aðstoðarþjálfari Real.
Man. City vill fá 16 milljónir evra fyrir Adebayor en það finnst forráðamönnum Madrid fullmikið.
Óvíst hvort Real reyni að kaupa Adebayor
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn