Tækni

Fréttamynd

Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geim­stöðina

Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim.

Erlent
Fréttamynd

Skólameistari Hallormsstaðaskóla segir snjallsíma heilsuspillandi

„Við erum að fara inn í nýjan heim, sem er kannski ekki góður og hollur fyrir okkur“, segir skólameistari Hússtjórnarskólans á Hallormsstað á Héraði, og vísar þar í notkun á samfélagsmiðlum, sem hún segir heilsuspillandi. Símar eru bannaðir í hádegismat í skólanum en leyfðir að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kynna meiriháttar stökk í kjarnasamruna

Bandaríska orkumálaráðuneytið kynnir það sem er lýst sem meiriháttar áfanga í þróun kjarnasamruna á fréttamannafundi sem hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Erlent
Fréttamynd

Á­skrif­endur fá mögu­leikann á því að breyta tístum

Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum

Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fylgdust með skýja­fari á Títani með hjálp Webb

Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs.

Erlent
Fréttamynd

Ó­trú­legar niður­stöður á augna­bliki

Ótrúlegar framfarir hafa orðið á texta- og myndgreiningarforritum síðustu misseri, að sögn sérfræðings í gervigreind. Forritin, sem mörg eru opin öllum, eru farin að geta framkallað magnaðar niðurstöður á skömmum tíma. En þau leysa þó ekki mennska listamenn af hólmi í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma­laus sýn á and­rúms­loft fjar­reiki­stjörnu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Mynda­vélar í sjálfs­af­greiðslu­kössum sporna gegn þjófnaði

Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­leggja HM-gestum að nota ein­nota síma

Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í.

Erlent
Fréttamynd

Guðrún Valdís valin Rísandi stjarna ársins

Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisstjóri og öryggisráðgjafi hjá Syndis, var valin Rísandi stjarna ársins (e. Rising star of the year) hjá Nordic Women in Tech Awards. Verðlaunaafhendingin fór fram í Gautaborg síðastliðinn fimmtudag, en tilnefndar voru yfir 400 konur frá Norðurlöndunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Artemis-1 loks á leið til tunglsins

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins.

Erlent
Fréttamynd

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð

Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar á Tinder: Konur upplifa meiri skömm en karlar

„Kannski þegar maður var að byrja var einhver skömm, og þegar forritið var nýtt, en núna eru bara allir á þessu sem eru á lausu og þetta orðið bara normalíserað,“ segir íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem notar stefnumótaforritið Tinder reglulega. 

Lífið
Fréttamynd

Ætla að hafa upp á metan­stór­losendum með gervi­hnöttum

Net gervihnatta á braut um jörðu verður notað til að finna uppsprettur metanlosunar með nýju kerfi sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að taka í notkun á næsta ári. Rannsóknir benda til þess að metanlosun í heiminum sé mun meiri en ríki gefa upp í losunarbókhaldi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Næst á dagskrá: Ævintýri

Apple Watch Ultra er ævintýralegt snjallúr hannað með jaðaríþróttir í huga, byggt á nýrri hönnun og ótrúlegum eiginleikum.

Samstarf
Fréttamynd

Kominn tími á harðan pakka?

Það er mikilvægt verkefni fyrir stjórnendur og mannauðsdeildir fyrirtækja að finna jólagjöf sem hittir í mark hjá starfsfólki sínu. Flest fyrirtæki vilja vera viss um að gjöfin henti sem flestum og komi þakklæti til skila fyrir vel unnin störf.

Samstarf
Fréttamynd

Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu

Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki.

Erlent