Gjaldþrot Cyren upp á 238 milljónir Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 13:49 Hallgrímur Thorberg Björnsson var yfirmaður hjá Cyren á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lýstar kröfur í þrotabú netöryggisfyrirtækisins Cyren námu 238,5 milljónum króna auk dráttar vaxta. Tæpar tólf milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur eða um 5,2 prósent. Rekstur félagsins gekk að sögn yfirmanns afar vel en þrot erlends móðurfélags olli gjaldþrotinu. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Vísir greindi frá því í febrúar á síðasta ári að nánast öllu starfsfólki fyrirtækisins hafi verið sagt upp, þar af þrjátíu á Íslandi. Móðurfyrirtæki Cyren stóð þá á barmi gjaldþrots og sagði yfirmaður Cyren á Íslandi þá að uppsagnirnar hafi komið öllum verulega á óvart þar sem reksturinn hér á landi hafi gengið afar vel. Félagið var svo úrskurðar gjaldþrota nokkrum dögum síðar. Cyren sérhæfði sig í netöryggi og að verjast tölvuárásum og auk starfstöðvanna á Íslandi voru stöðvar um allan heim, til að mynda í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úkraínu. Forgangskröfur í bú Cyren námu 225 milljónum króna, búskrafa var 520 þúsund og rest almennar kröfur. Eins og áður kom fram fengust tólf milljónir greiddar í forgangskröfur, búskrafan greiddist að fullu en ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Vírusvarnarhugbúnaður Cyren var keyptur af upplýsingatæknifyrirtækinu OK og stofnað félagið Varist ehf. í kringum þá starfsemi. Hallgrímur Thorberg Björnsson, fyrrverandi yfirmaður hjá Cyren á Íslandi er framkvæmdastjóri nýja félagsins. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ var haft eftir Hallgrími við stofnun félagsins. Netöryggi Gjaldþrot Tækni Tengdar fréttir Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Vísir greindi frá því í febrúar á síðasta ári að nánast öllu starfsfólki fyrirtækisins hafi verið sagt upp, þar af þrjátíu á Íslandi. Móðurfyrirtæki Cyren stóð þá á barmi gjaldþrots og sagði yfirmaður Cyren á Íslandi þá að uppsagnirnar hafi komið öllum verulega á óvart þar sem reksturinn hér á landi hafi gengið afar vel. Félagið var svo úrskurðar gjaldþrota nokkrum dögum síðar. Cyren sérhæfði sig í netöryggi og að verjast tölvuárásum og auk starfstöðvanna á Íslandi voru stöðvar um allan heim, til að mynda í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úkraínu. Forgangskröfur í bú Cyren námu 225 milljónum króna, búskrafa var 520 þúsund og rest almennar kröfur. Eins og áður kom fram fengust tólf milljónir greiddar í forgangskröfur, búskrafan greiddist að fullu en ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur. Vírusvarnarhugbúnaður Cyren var keyptur af upplýsingatæknifyrirtækinu OK og stofnað félagið Varist ehf. í kringum þá starfsemi. Hallgrímur Thorberg Björnsson, fyrrverandi yfirmaður hjá Cyren á Íslandi er framkvæmdastjóri nýja félagsins. „Starfsfólkið er óaðskiljanlegur hluti af lausnunum og þekking þeirra og reynsla í netöryggismálum telur samtals yfir 250 ár. Með kaupunum fáum við tækifæri til að sækja fram og halda áfram að þróa netöryggislausnir sem eru í fremstu röð á heimsvísu.Ég vil sérstaklega þakka starfsfólki okkar fyrir að hafa staðið með okkur í þessari vegferð,“ var haft eftir Hallgrími við stofnun félagsins.
Netöryggi Gjaldþrot Tækni Tengdar fréttir Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. 10. mars 2022 07:31