Ný geimflaug sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 10:09 Geimflaugin sprakk í loft upp nokkrum sekúndum eftir flugtak. Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sprakk geimflaugin í loft upp fimm sekúndum eftir að kveikt var á hreyflum hennar og er ekki vitað með vissu hvað gerðist, enn sem komið er. Sjálfvirkur búnaður eldflaugarinnar sprengdi hana í loft upp vegna villu sem kom upp. Kerfið taldi strax ómögulegt að eldflaugin myndi ná út í geim. Engan sakaði og eldur sem kviknaði á jörðu niðri var fljótt slökktur. Eldflaugin er af gerð sem kallast Kairos og átti hún að bera gervihnött frá yfirvöldum í Japan á braut um jörðu. Gervihnöttinn átti meðal annars að nota til að vakta eldflaugaskot frá Norður-Kóreu. Masakazu Toyoda, forstjóri Space One, hefur ekki viljað kalla geimskotið misheppnað og segir eðlilegt að mistök eigi sér stað í ferli sem þessu. Þá hefur hann neitað að segja hvað sprengingin kostaði. Einkafyrirtæki víða um heim vinna að þróun eldflauga sem borið geta gervihnetti á braut um jörðu. Bandaríska fyrirtækið SpaceX ber höfuð og herðar yfir aðra á því sviði. Goodness me! There was a Japanese news chopper filming at what doesn't seem like the safest of distances.https://t.co/H6GD8W3hSq https://t.co/jJewZnsQZS pic.twitter.com/nFsi9EYDLA— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 13, 2024 Japan Geimurinn Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sprakk geimflaugin í loft upp fimm sekúndum eftir að kveikt var á hreyflum hennar og er ekki vitað með vissu hvað gerðist, enn sem komið er. Sjálfvirkur búnaður eldflaugarinnar sprengdi hana í loft upp vegna villu sem kom upp. Kerfið taldi strax ómögulegt að eldflaugin myndi ná út í geim. Engan sakaði og eldur sem kviknaði á jörðu niðri var fljótt slökktur. Eldflaugin er af gerð sem kallast Kairos og átti hún að bera gervihnött frá yfirvöldum í Japan á braut um jörðu. Gervihnöttinn átti meðal annars að nota til að vakta eldflaugaskot frá Norður-Kóreu. Masakazu Toyoda, forstjóri Space One, hefur ekki viljað kalla geimskotið misheppnað og segir eðlilegt að mistök eigi sér stað í ferli sem þessu. Þá hefur hann neitað að segja hvað sprengingin kostaði. Einkafyrirtæki víða um heim vinna að þróun eldflauga sem borið geta gervihnetti á braut um jörðu. Bandaríska fyrirtækið SpaceX ber höfuð og herðar yfir aðra á því sviði. Goodness me! There was a Japanese news chopper filming at what doesn't seem like the safest of distances.https://t.co/H6GD8W3hSq https://t.co/jJewZnsQZS pic.twitter.com/nFsi9EYDLA— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) March 13, 2024
Japan Geimurinn Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira