Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2024 08:01 Hybrid-völlurinn við Kaplakrika með Miðvöll og Kaplakrikavöll í baksýn. Töluverður litamunur er á grasi vallana. Vísir/Arnar Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki. 40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
40 dagar eru í að boltinn fari að í Bestu deild karla í fótbolta. Þá vaknar spurningin árvissa: Verða grasvellirnir klárir þegar deildin fer af stað? FH er eitt aðeins þriggja liða í deildinni sem leika á grasi í sumar, auk KR og ÍA. Deildarkeppnin hefur aldrei byrjað eins snemma og í ár og því ljóst að margt þarf að ganga upp til þess að grasið verði í sæmilegu standi þegar mótið hefst. Kaplakrikavöllur í gær, 26. febrúar.Vísir/Arnar „Eins og er lítur þetta ágætlega út en auðvitað er viðkvæmasti tíminn eftir, það er að segja, seinni partinn í mars og byrjun apríl. Hvernig veðrið leikur okkur þá skiptir miklu máli fyrir þessa grasvelli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH. Ekki aftur á Miðvöllinn Fyrsti heimaleikur FH á síðustu leiktíð var leikinn á Miðvelli, frjálsíþróttavelli félagsins, og óhætt að segja að aðstæður hafi þar ekki verið til fyrirmyndar. Viðar Halldórsson, formaður FH, fór með fréttamanni um vallarsvæðið.Vísir/Arnar „Vorið í fyrra var slæmt fyrir grasvelli, það liggur alveg ljóst fyrir. Það var kannski ekki mikið vit í því að vera með varavöll örfáa metra frá aðalvellinum, og báðir grasvellir. Við getum að hluta til kennt okkur um,“ „Svo er spurning um hvaða reglugerðir eru og ég held að menn verði þá bara að vera tilbúnir að færa sig á gervigras ef á þarf að halda.“ Þannig að það verður ekki farið aftur á Miðvöllinn í ár? „Nei, það vill þannig til að við eigum nú betri völl rétt fyrir ofan Miðvöllinn.“ Hybrid sé framtíðin Viðar vísar þarna til fyrsta hybridgrasvallar landsins, þar sem gervigrasi og grasi er blandað saman. Hlutfall gervigrass er þó ekki hátt, yfirleitt í kringum 5 til 15 prósent. Verði aðalvöllur FH-inga ekki klár fyrir fyrsta heimaleik verði líklega reynt að spila á hybridvellinum sem er við hlið íþróttahússins Skessunar. Þá þurfi þó að koma upp bráðabirgðaaðstöðu, líkt og gert var við Miðvöll í fyrra. Stúkusæti, klósettaðstaða og fleira þarf að vera til staðar svo megi spila á grasinu í efstu deild. Fréttamaður kíkti með Viðari á grasið og mátti sjá töluvert grænni lit á þeim bletti en öðrum á svæðinu. Hybridgrasflöturinn við Kaplakrika. Yfirleitt er um 5 til 15 prósent hybridgrassvalla úr gervigrasi og því 85 til 95 prósent náttúrulegt gras.Vísir/Arnar „Það er ekkert mikið um það [að sjá svo grænan völl í febrúar] og auðvitað er það vegna þess að hér er undirhiti. Það eru 53 kílómetrar af hitalögn hérna undir. Kannski eini gallinn, hér, núna, er sá að við vorum heldur lengur með verkefnið en við ætluðum,“ segir Viðar. „Við sáðum sirka tveimur mánuðum seinna en við ætluðum svo þetta er ekki orðið alveg nógu þétt. En að öðru leyti, eins og þið sjáið, þá er alveg hægt að fara í fótbolta hérna núna,“ „Ég held það sé alveg ljóst að þetta sé framtíðin. Auðvitað er alveg ljóst að íslensk félög þurfa einnig að hafa gervigras en ég held að hybridið eigi eftir að koma meira inn á Íslandi, líkt og annarsstaðar í Evrópu.“ Viðtalið auk drónamynda frá FH-svæðinu og af völlunum þremur má sjá í spilaranum að ofan. Fleiri ljósmyndir Arnars Halldórssonar, tökumanns, má sjá að neðan. Klakann er að leysa, að mestu.Vísir/Arnar Kaplakriki.Vísir/Arnar Það er öllu grænna hybrid-grasið með undirhitanum.Vísir/Arnar FH-svæðið. Kaplakrikavöllur neðst, Miðvöllur fyrir miðju og hybridgrasið efst.Vísir/Arnar
Besta deild karla FH Veður Tækni Tengdar fréttir „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30 Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. 29. ágúst 2023 19:30
Vallarstjórinn vill blöndu af gervi- og alvöru grasi Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar segist vel geta haldið vellinum leikfærum tíu mánuði á ári, en til þess þurfi hann réttan aðbúnað. 13. nóvember 2023 20:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn