Skoðun: Kosningar 2021

Fréttamynd

Ríkisrekin elítustjórnmál

Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­mál, eitt­hvað fyrir mig?

Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra.

Skoðun
Fréttamynd

Hagkvæmur geðvandi

Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgum tækifærissinnum

Við mannfólkið búum yfir ýmsum eiginleikum. Einn þeirra er að sjá og nýta okkur möguleika. Við byggjum afkomu okkar í dag á þeim tækifærum sem voru nýtt í fortíðinni. Sum til góðs önnur ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Menntun og al­múginn

Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði?

Skoðun
Fréttamynd

Lífskjör öryrkja eru þjóðarhneisa

Hin kokhrausta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur margoft lýst því yfir að það séu sjálfsögð manréttindi að bæta hag og lífskjör öryrkja og það sé reyndar ætlunin.

Skoðun
Fréttamynd

Sorp er sexý

Sorpmyndun er óumflýjanlegur raunveruleiki okkar samfélags. Mikið magn sorps fylgir hverri fjölskyldu, en þess má geta að árið 2018 myndaðist um 1.300 þúsund tonn af sorpi.

Skoðun
Fréttamynd

Allir í röð! ..eða svona næstum því

Það eru margar ástæður fyrir því að ég hef ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn. Ein sú helsta er að þegar ég kynnti mér flokkinn las ég um grunnstefnu hans en hún lýtur að því að skapa réttlátt samfélag þar sem almannahagsmunir ganga framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við bréfi Helga - og Heið­rúnar

Þau Helgi Áss Grétarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir gera alvarlegar athugasemdir í greinum, hér á visir.is, við samtal mitt við blaðamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn miðvikudag. Er þeim báðum nokkuð niðri fyrir og gefa bæði sterklega til kynna að ég fari með rangt mál. Hér geri ég tilraun til að skýra afstöðu mína.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta þarf ekki að vera svona flókið

Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur.

Skoðun
Fréttamynd

Lág­mörkum skaðann

Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfnað er verk…

Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Fíkn er sjúk­dómur!

Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír svartir menn

Eftir að ég flutti þessa ræðu á 20 ára afmælishátíð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir tæpum tveimur árum kom Svavar Gestsson til mín og sagði: Þessa ræðu verður að birta.

Skoðun
Fréttamynd

Hæstverndaður ráð­herra

Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkurinn, sem gleymdi upp­runa sínum og til­gangi og geltist

Í eina tíð var eitt helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Og, þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var framkvæmd og stóðst. Þingmenn voru með margvíslegan bakgrunn; komu úr ólíkum starfsgreinum, höfðu ólíka menntun og feril að baki. Flokkurinn hafði oft um 40% fylgi. Þjóðarflokkur.

Skoðun
Fréttamynd

Með fullt hús fjár

Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru.

Skoðun
Fréttamynd

Þeirra mistök - okkar stefna?

Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn margar umsóknir um alþjóðlega vernd og hér á landi sé miðað við höfðatölu. Samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar sækja um vernd hér á landi sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku, þrefalt fleiri en í Finnlandi og nær 50% fleiri en í Svíþjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Áttu rétt?

Þegar upp koma ágreiningsmál milli aðila getur komið til þess að útkljá þurfi þau fyrir dómi. Því miður er það svo að kostnaður við að sækja mál fyrir dómstólum getur orðið nokkuð hár.

Skoðun
Fréttamynd

Ótengda Ísland

Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

31 kona

Í dag 4. febrúar er alþjóðadagur krabbameina, það er því mikilvægt að minna á og halda því til haga að Alþingi samþykkti 30. júní á síðasta ári ráðstafanir til að lágmarka kostnað vegna krabbameinsmeðferðar og meðferðar við öðrum langvinnum og lífshættulegum sjúkdómum.

Skoðun
Fréttamynd

Kæri fram­bjóðandi!

Nú styttist í kosningar og þá fara þau sem ganga með þingmanninn í maganum að setja sig í stellingar.

Skoðun