Stjórnarskrá gerð að rifrildismáli Ólafur Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2021 09:00 Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur til meðferðar frumvarp um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Hún var samþykkt með 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 98% þátttöku. Átta sinnum hafa verið gerðar breytingar á henni frá þessum tíma. Hafa þær verið gerðar með breiðri samstöðu stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Rof á hefð um víðtækt samkomulag Nú ber nýrra við. Forsætisráðherra tókst ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrárfrumvarp meðal formanna flokka sem sæti eiga á Alþingi. Dugðu ekki til 25 fundir. Brá hún á það ráð að flytja eigin tillögur sem þingmaður á Alþingi. Forsætisráðherra flytur þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Þá er sú staða uppi að fjallað er á Alþingi um breytingar á stjórnarskrá eins og um hvert annað þingmannamál. Slíkum málum hættir til að verða að eins konar rifrildismálum og sú varð raunin. Einsmálsflokkur sem týndi málinu sínu, aðild að ESB, efndi til umræðu sem leitaði í hefðbundið far átakamála, að þessu sinni um sjávarútvegsmál sem sýnist eiga að bera uppi kosningabaráttu flokksins. Eftir stendur að forsætisráðherra kaus þessa aðferð og rauf með því hefð fyrir því að breytingar á stjórnarskrá eru lagðar fram á grundvelli víðtækrar samstöðu flokka á Alþingi. Eitthvað fyrir alla Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir allmargar tillögur þar sem kennir ýmissa grasa. Á yfirborðinu er eins konar tiltekt á svonefndum forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem sumir hafa talið úr takti við ríkjandi fyrirkomulag en þó án þess hafi verið til teljandi vandræða. Áhugafólk um náttúruvernd fær sína grein, kveðið er á um auðlindir fyrir þá sem telja slík ákvæði eiga að vera í stjórnarskrá en ekki einungis í almennum lögum. Holur hljómur í ákvæðinu um íslenska tungu Við íslenskufólkið fáum okkar ákvæði um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda íslenska tungu sem eigi að vera ríkismál á Íslandi ásamt íslensku táknmáli. Þetta er út af fyrir sig gott og ber að fagna. Svo ber við að á sama tíma og forsætisráðherra leggur fram frumvarp um breytingu á stjórnarskrá þar sem íslenskri tungu er gert hærra undir höfði en áður liggur fyrir frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um mannanöfn. Frumvarp dómsmálaráðherra sætir harðri gagnrýni frá þeim sem gerst þekkja til mála. Dr. Guðrún Kvaran, höfundur ritsins Nöfn Íslendinga, sem gerþekkir íslenskan mannanafnaforða, segir að frumvarp dómsmálaráðherra vinni beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýnist með því að samþykkja að þetta frumvarp yrði lagt fram á Alþingi nánast hafa brotið gegn ákvæði í þingmannafrumvarpi Katrínar um að stjórnvöld skuli styðja og vernda íslenska tungu. Þannig fór með eina helstu skrautfjöðurina í stjórnarskrárfrumvarpi forsætisráðherra. Sjálfsagðir hlutir og annað sem deila má um Stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra geymir ýmislegt sem telja má skaðlaust og lítt fallið til deilna. Annað vekur upp spurningar og sýnist auka á óvissu. Hvaðan kemur hugmyndin um sex ára kjörtímabil forseta Íslands þegar við búum við langa hefð um fjögurra ára kjörtímabil? Hvers vegna má þjóðin ekki velja forseta til að sitja nema tvö kjörtímabil ef hún er ánægð með störf hans? Hvaðan kemur sú hugmynd að forseti Íslands kanni með atkvæðagreiðslu á Alþingi stuðning við ríkisstjórn í burðarliðnum? Hingað til hafa orð forystumanna um stuðning flokka sinna verið látin duga. Hér sýnist vakin upp óvissa að nauðsynjalausu. Hvaða nauðsyn ber til að setja ákvæði um störf starfsstjórna? Eru dæmi um að þau hafi vakið deilur eða valdið vandræðum? Íslendingar unna landi sínu og vilja vernda náttúruna. Í frumvarpinu er meinlaus setning: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Þetta mega heita sjálfsögð sannindi en þarf að taka þetta fram í stjórnarskrá? Á eftir fylgja ákvæði um ábyrgð og skyldur sem ekki eru útfærð þannig að hald sé í. Þar gætu risið lögfræðileg álitaefni með aukinni óvissu. Sama á við um auðlindaákvæðið sem að ýmsu leyti er óljóst. Fleiri stjórnarskrártillögur á Alþingi Samfylkingin stendur ásamt fleiri flokkum á Alþingi að frumvarpi um að fella brott lýðveldisstjórnarskrána og taka upp nýja stjórnarskrá reistri á tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs sem starfaði á árinu 2011. Samfylkingin starfar með jafnaðarmannaflokkum í öðrum löndum og skipar sér í sveit með norrænum jafnaðarmönnum í Norðurlandaráði. Sérkennilegt má telja að slíkur flokkur geri tillögu um að kasta stjórnarskrá landsins fyrir róða á friðartímum. Myndi vísast leitun að sambærilegum flokki á Vesturlöndum sem stæði að slíkri tillögu. Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja Ísland nýtur viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi sem lýðræðisríki í fremstu röð. Sérfræðingar vikuritsins Economist kanna með reglubundnum hætti lýðræði í ríkjum heims. Birti ritið frétt um úttekt sína nýlega og áður í byrjun árs 2019. Niðurstaðan er að einungis Noregur standi framar Íslandi í þessu efni. Þar á eftir kemur Svíþjóð og mælist efst Evrópusambandsríkja. Skyldi þessi niðurstaða segja eitthvað um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, lýðveldisstjórnarskrána, sem grundvöll að lýðræðislegu þjóðskipulagi á Íslandi? Stjórnarskrá lýðveldisins hefur tekið breytingum í tímans rás og dugað vel. Okkur ber að umgangast hana af gætni og virðingu. Best fer á að breytingar á henni séu gerðar með vönduðum undirbúningi í víðtækri sátt og samkomulagi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun