Menntun og almúginn Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Norðvesturkjördæmi Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun