Menntun og almúginn Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun