Nýtum sveigjanleika í skólamálum til að létta á samgöngum Indriði Stefánsson skrifar 9. febrúar 2021 11:00 Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Samgöngur Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun