Hæstverndaður ráðherra Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2021 07:01 Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Vafningsmálið Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun