Umhverfismál í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum Svavar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun