Ástin á götunni

Fréttamynd

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er hrika­lega stoltur af leik­mönnum liðsins “

„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði

Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þú lyftir engum titli fyrr en að mótið er búið“

„Ég geri ráð fyrir að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið mikil skemmtun. Það var hægt tempó en svo vorum við mjög sterkir í seinni hálfleik og ég er ánægður með liði að hafa klárað þennan leik. ÍBV-liðið er gott lið. Þannig þetta var bara flott,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á ÍBV í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Tekst Fram eða Kefla­vík að komast upp í efri hlutann?

Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00.

Íslenski boltinn