Yfir hálfrar aldar vinna feðganna af Skaganum er komin í loftið Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa lagt á sig óeigingjarna vinnu við að afla upplýsinga og safna saman heimildum um sögu fótboltans á Akranesi. Útkoman er einkar glæsileg vefsíða, asigurslod.is, þar sem auðvelt er að gleyma sér. Vísir/Steingrímur Dúi Másson Feðgarnir Jón Gunnlaugsson og Stefán Jónsson hafa undanfarna áratugi staðið í ströngu við að safna saman og gera skil merkum heimildum um sögu fótboltans á Akranesi. Útkoman þeirrar vinnu er einkar glæsileg vefsíða, Á sigurslóð, sem nú er komin í loftið. „Hugmyndin, eins og þetta endaði hjá okkur, er nokkurra ára gömul en í heildina hefur verið unnið að þessu verkefni í rúma hálfa öld,“ segir Jón Gunnlaugsson, fyrrum leikmaður ÍA (fjórfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með ÍA) og einn þeirra sem stendur að baki vinnunni sem Á sigurslóð byggir á. „Vefurinn kom náttúrulega fyrst upp árið 2014 en svo hefur þetta verið að þróast síðan þá.“ „Þetta er búið að taka sinn tíma,“ bætir Stefán, sonur Jóns, við. „Það hafa farið alveg rúm tíu ár í upplýsingaöflunina sjálfa. Það var kannski ekki geysilega umfangsmikil vinna þau ár en undanfarin fjögur ár höfum við gefið almennilega í. Við náðum að setja smá strúktur á bak við það sem við ætluðum okkur að gera með allar þessar upplýsingar og heimildir sem við höfðum aflað okkur. Þessi nýja vefsíða er náttúruleg byggð á gömlum vef sem var settur í loftið árið 2014. Sá vefur entist ekki ævina en við vildum ekki láta þá vinnu glatast. Hún var komin inn á kerfi og allar þær upplýsingar sem pabbi hafði safnað saman í gegnum tíðina og því var í sjálfu sér auðvelt að byrja aftur. En þá þurftum við að gefa í og við gerðum það.“ Björninn unninn Það er auðvelt að gleyma sér inn á þessari glæsilegu heimasíðu. Þar er að finna upplýsingar um alla keppnisleiki ÍA frá upphafi, tölfræðilegar upplýsingar um alla leikmenn ÍA frá upphafi, þarna eru teknar saman upplýsingar um allt landsliðsfólk ÍA frá upphafi. Þá er á síðunni að finna blaðagreinar, ljósmyndir og myndbönd tengd fótboltaliðum ÍA. „Þarna höfum við sankað saman, á einn stað, vinnu margra einstaklinga í gegnum tíðina. Blaðamanna, ljósmyndara, áhugaljósmyndara og svo fullt af efni sem við höfum geta nálgast í gegnum Tímarit.is,“ segir Stefán. Að sögn Jóns var ástæðan fyrir upphafinu á þessari vinnu ósköp einföld. „Þegar að ég var að velta þessu fyrir mér í upphafi var ég leikmaður ÍA rúmlega tvítugur að aldri. Mér fannst gamla sagan þá vera svo heillandi. Sú saga þá var ekki nema um tuttugu ára gömul en ég var á því að það þyrfti að safna saman þessum upplýsingum og heimildum og koma þeim fyrir. Ég vissi að Helgi heitinn Daníelsson hafði mikinn áhuga á þessu. Hann hafði verið að safna saman töluvert miklu magni af upplýsingum. Svo var hann að flytja héðan af Skaganum á þessum tíma. Hann lét í hendurnar á mér kassa með einhverjum upplýsingum. Ég fór að grúska í þessu og þar með var björninn unninn. Við fórum í þetta þá en ég var að mínu mati ekki rétti maðurinn í þetta. Þarna var ég enn leikmaður ÍA, var að stofna fjölskyldu og átti eftir að spila hér á Akranesi allavegana áratug í viðbót. Ég hélt þessu þó allan tímann saman og á þessari vinnu byggir vefsíðan. Svo komu Stefán sonur minn og fleiri aðilar að þessu í framhaldinu. Ég er bara starfsmaður á plani.“ Sagan umlykur mann Maður myndi ætla að maður færi ekki út í svona vinnu nema að maður hefði virkilega ástríðu fyrir þessu. Ástríða ykkar á ÍA er því óumdeild ekki satt? „Það fer ekkert á milli mála,“ svarar Jón sem lék á sínum tíma 343 leiki fyrir ÍA, skoraði 33 mörk , þar á meðal tólf í efstu deild þar sem að hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með félaginu. Jón tók ekki bara saman upplýsingar og heimildir um sögu ÍA. Hann hjálpaði líka til við að skrifa glæsta sögu þess.Skjáskot af asigurslod.is „Ég þekki náttúrulega sögu félagsins mjög vel, kannski undanfarin 60-70 ár og hef verið þátttakandi í þessu. Kannski kemur það helst á óvart að maður skyldi hafa haldið öllum þessum upplýsingum til haga. Þetta er komið og það verður ekki tekið aftur.“ Stefán segir það hafa verið einkar skemmtilegt að standa í þessu brölti með föður sínum. „Alveg gríðarlega. Maður hefur alltaf verið umvafinn ÍA-sögunni. Pabbi vann upp í íþróttahúsi á Neðri-Skaganum hérna á sínum tíma. Seinna varð hann svo formaður hér. Maður man alltaf eftir því, þegar að maður kom hingað niður á völl, að sjá allar veifurnar frá stórliðunum sem ÍA hafði mætt. Til að mynda Barcelona og Köln. Þessi ást á félaginu hefur einhvern veginn alltaf verið í blóðinu hjá manni. Á undanförnum árum hefur þetta svo umlukið mann. Við erum virkilega ánægðir með að þessi vefsíða sé komin í loftið. Nú er bara halda þessu við, passa að þetta detti ekki niður aftur.“ Þá kemur Jón með athyglisverðan punkt við sögu ÍA sem kemur allri þjóðinni við. „Landsleikjasaga Akurnesinga er mikil. Hér eru rúmlega 200 leikmenn sem hafa spilað með landsliðum Íslands, karla og kvenna. Þetta höfum við tekið saman og á eftir að koma enn betur. Við sjáum það á mörgum af frægu landsleikjum Íslands í gegnum tíðina voru Akurnesingar í lykilhlutverki í landsliðunum.“ Óhætt er að mæla með því að fólk skelli sér inn á Sigurslóð, glæsilega heimasíðu þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar um sögu fótboltans á Akranesi. ÍA Akranes Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
„Hugmyndin, eins og þetta endaði hjá okkur, er nokkurra ára gömul en í heildina hefur verið unnið að þessu verkefni í rúma hálfa öld,“ segir Jón Gunnlaugsson, fyrrum leikmaður ÍA (fjórfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með ÍA) og einn þeirra sem stendur að baki vinnunni sem Á sigurslóð byggir á. „Vefurinn kom náttúrulega fyrst upp árið 2014 en svo hefur þetta verið að þróast síðan þá.“ „Þetta er búið að taka sinn tíma,“ bætir Stefán, sonur Jóns, við. „Það hafa farið alveg rúm tíu ár í upplýsingaöflunina sjálfa. Það var kannski ekki geysilega umfangsmikil vinna þau ár en undanfarin fjögur ár höfum við gefið almennilega í. Við náðum að setja smá strúktur á bak við það sem við ætluðum okkur að gera með allar þessar upplýsingar og heimildir sem við höfðum aflað okkur. Þessi nýja vefsíða er náttúruleg byggð á gömlum vef sem var settur í loftið árið 2014. Sá vefur entist ekki ævina en við vildum ekki láta þá vinnu glatast. Hún var komin inn á kerfi og allar þær upplýsingar sem pabbi hafði safnað saman í gegnum tíðina og því var í sjálfu sér auðvelt að byrja aftur. En þá þurftum við að gefa í og við gerðum það.“ Björninn unninn Það er auðvelt að gleyma sér inn á þessari glæsilegu heimasíðu. Þar er að finna upplýsingar um alla keppnisleiki ÍA frá upphafi, tölfræðilegar upplýsingar um alla leikmenn ÍA frá upphafi, þarna eru teknar saman upplýsingar um allt landsliðsfólk ÍA frá upphafi. Þá er á síðunni að finna blaðagreinar, ljósmyndir og myndbönd tengd fótboltaliðum ÍA. „Þarna höfum við sankað saman, á einn stað, vinnu margra einstaklinga í gegnum tíðina. Blaðamanna, ljósmyndara, áhugaljósmyndara og svo fullt af efni sem við höfum geta nálgast í gegnum Tímarit.is,“ segir Stefán. Að sögn Jóns var ástæðan fyrir upphafinu á þessari vinnu ósköp einföld. „Þegar að ég var að velta þessu fyrir mér í upphafi var ég leikmaður ÍA rúmlega tvítugur að aldri. Mér fannst gamla sagan þá vera svo heillandi. Sú saga þá var ekki nema um tuttugu ára gömul en ég var á því að það þyrfti að safna saman þessum upplýsingum og heimildum og koma þeim fyrir. Ég vissi að Helgi heitinn Daníelsson hafði mikinn áhuga á þessu. Hann hafði verið að safna saman töluvert miklu magni af upplýsingum. Svo var hann að flytja héðan af Skaganum á þessum tíma. Hann lét í hendurnar á mér kassa með einhverjum upplýsingum. Ég fór að grúska í þessu og þar með var björninn unninn. Við fórum í þetta þá en ég var að mínu mati ekki rétti maðurinn í þetta. Þarna var ég enn leikmaður ÍA, var að stofna fjölskyldu og átti eftir að spila hér á Akranesi allavegana áratug í viðbót. Ég hélt þessu þó allan tímann saman og á þessari vinnu byggir vefsíðan. Svo komu Stefán sonur minn og fleiri aðilar að þessu í framhaldinu. Ég er bara starfsmaður á plani.“ Sagan umlykur mann Maður myndi ætla að maður færi ekki út í svona vinnu nema að maður hefði virkilega ástríðu fyrir þessu. Ástríða ykkar á ÍA er því óumdeild ekki satt? „Það fer ekkert á milli mála,“ svarar Jón sem lék á sínum tíma 343 leiki fyrir ÍA, skoraði 33 mörk , þar á meðal tólf í efstu deild þar sem að hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með félaginu. Jón tók ekki bara saman upplýsingar og heimildir um sögu ÍA. Hann hjálpaði líka til við að skrifa glæsta sögu þess.Skjáskot af asigurslod.is „Ég þekki náttúrulega sögu félagsins mjög vel, kannski undanfarin 60-70 ár og hef verið þátttakandi í þessu. Kannski kemur það helst á óvart að maður skyldi hafa haldið öllum þessum upplýsingum til haga. Þetta er komið og það verður ekki tekið aftur.“ Stefán segir það hafa verið einkar skemmtilegt að standa í þessu brölti með föður sínum. „Alveg gríðarlega. Maður hefur alltaf verið umvafinn ÍA-sögunni. Pabbi vann upp í íþróttahúsi á Neðri-Skaganum hérna á sínum tíma. Seinna varð hann svo formaður hér. Maður man alltaf eftir því, þegar að maður kom hingað niður á völl, að sjá allar veifurnar frá stórliðunum sem ÍA hafði mætt. Til að mynda Barcelona og Köln. Þessi ást á félaginu hefur einhvern veginn alltaf verið í blóðinu hjá manni. Á undanförnum árum hefur þetta svo umlukið mann. Við erum virkilega ánægðir með að þessi vefsíða sé komin í loftið. Nú er bara halda þessu við, passa að þetta detti ekki niður aftur.“ Þá kemur Jón með athyglisverðan punkt við sögu ÍA sem kemur allri þjóðinni við. „Landsleikjasaga Akurnesinga er mikil. Hér eru rúmlega 200 leikmenn sem hafa spilað með landsliðum Íslands, karla og kvenna. Þetta höfum við tekið saman og á eftir að koma enn betur. Við sjáum það á mörgum af frægu landsleikjum Íslands í gegnum tíðina voru Akurnesingar í lykilhlutverki í landsliðunum.“ Óhætt er að mæla með því að fólk skelli sér inn á Sigurslóð, glæsilega heimasíðu þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar um sögu fótboltans á Akranesi.
ÍA Akranes Íslenski boltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira