Þolinmæði UEFA á þrotum og skoðað að leggja gervigras á Laugardalsvöll Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2023 19:30 Vanda segir að skipt verði um gras sem fyrst en óvíst sé hvernig gras verði lagt á völlinn. Vísir/Samsett/Einar/Vilhelm KSÍ stefnir á að leggja nýjan grasflöt á Laugardalsvöll í vor vegna aukinna verkefna á vellinum. Til greina kemur að sá flötur verði úr gervigrasi. KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
KSÍ er á fjölmörgum undanþágum frá reglum UEFA vegna Laugardalsvallar. Völlurinn uppfyllir ekki kröfur þegar kemur að fjölmiðlaaðstöðu, ekki að aðstöðu fyrir áhorfendur né öryggisþætti þegar kemur að áhorfendum. Býsna gamlir klefarnir í Laugardalnum eru þá alltof litlir, en 23 leikmenn íslensku landsliðanna þurfa að deila átta sturtum í afar þröngum sturtuklefa. „Þeir eru bara orðnir pirraðir út í okkur, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft) „Við höfum verið að fá bréf frá þeim þar sem óskað er svara en við höfum engin svör að gefa þeim. Við skynjum það alveg, að þeir eru ekki glaðir með okkur. Við erum hins vegar með hóp ásamt Reykjavíkurborg þar sem við erum að skoða hvað þarf til,“ „Við erum byrjuð að skoða það og ég er ánægð með Reykjavíkurborg að koma með okkur í það verkefni, hvað þarf að gera hefur fagfólk verið að skoða. Eins og með klefana sem eru eins mikið barn síns tíma og hægt er,“ segir Vanda. Gömlu grasi loks skipt út Leikflöturinn sjálfur uppfyllir þá ekki heldur kröfur en rúmlega 50 ára gamalt grasið er ekki upphitað og það veldur vandræðum þegar Evrópuverkefni íslenskra liða ná fram í desember og jafnvel janúar og líklegt er að landslið Íslands eigi landsleiki í febrúar og mars sem geta þá ekki farið fram á vellinum. Vegna þessa er til skoðunar, á meðan beðið er eftir nýjum velli, að leggja gervigras á völlinn. „Það þarf undirhita og það er eitt af því sem við erum á undanþágu út af. Það á að vera undirhiti, sem, er ekki. Það kemur undirhiti og nýtt yfirborð en við erum að skoða með okkar mannvirkjanefnd og sérfræðingum hvaða yfirborð það verður.“ „Það eru þrír möguleikar í stöðunni; gras, hybrid-gras og gervigras. Við erum að skoða þetta en þurfum að gera það hratt vegna þess að þetta eru framkvæmdir sem þarf að fara í strax. Beint eftir að leikjunum lýkur þurfum við að fara að gera þetta því þetta verður að vera klárt fyrir næsta vetur,“ segir Vanda. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Undanþágur Laugardalsvallar hjá UEFA Fjölmiðlaaðstaða Þjónustuaðstaða áhorfenda (salerni, sjoppur og fleira) Öryggisþættir áhorfenda (aðgangshlið, lýsing og fleira) Búningsklefar liða Búningsklefar dómara Lyfjaprófunarherbergi Leikflötin (grasið sjálft)
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta UEFA Tengdar fréttir Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. 1. október 2023 20:01