
UEFA

Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum
Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026.

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin
Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út
Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA.

Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári
Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn.

Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi
Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins.

Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum
A22 Sports, skipuleggjandi Ofurdeildarinnar, segist hafa sent UEFA og FIFA beiðni um að samböndin viðurkenni rétt fyrirtækisins til að stofna nýja Evrópukeppni fyrir félagslið.

Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, tilkynnti hópinn sem mun koma saman fyrir leiki gegn Ísrael og Ítalíu síðar í mánuðinum. Kylian Mbappé var ekki kallaður til, þrátt fyrir að vera heill heilsu.

Mourinho var bara að segja brandara
Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United.

Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum
Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur.

Hélt hann væri laus við þessi mál
Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar.

UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi
Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla.

UEFA hótar því að reka enska landsliðið af þeirra eigin EM
England á að halda næsta Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2028. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú varað Englendinga við því að þeim gæti verið úthýst af mótinu sem þeir halda sjálfir.

Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur.

Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“
„Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.

Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag.

Einkunnir Íslands: Orri öflugastur í sigrinum á Svartfjallalandi
Ísland vann 2-0 gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar. Einkunnir strákanna okkar má sjá hér fyrir neðan.

Morata og Rodri í vandræðum eftir söng sinn um Gíbraltar
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákært Evrópumeistarana Álvaro Morata og Rodri vegna söngva sem þeir sungu er Spánverjar fögnuðu sigri á Evrópumóti karla nýverið.

Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum
Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku.

UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu
Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol.

Neita að halda landsleik gegn Ísrael á þjóðarleikvanginum
Borgarstjórn Brussel, höfuðborgar Belgíu, hefur af öryggisástæðum bannað belgíska knattspyrnusambandinu að halda landsleik gegn Ísrael á King Baudouin þjóðarleikvanginum.

UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina
Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni.

Barcelona Evrópumeistari
Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni.

„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“
Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi.

UEFA setur pressu á City Football Group
UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári.

Danir hægja á Ofurdeildinni
Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika.

Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ
Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári.

Ceferin býður sig ekki aftur fram sem forseti UEFA
Aleksander Ceferin ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Yfirmaður fótboltamála hjá UEFA segir af sér og gagnrýnir forsetann
Zvonimir Boban, fyrrum stórstjarna AC Milan, hefur sagt af sér sem yfirmaður fótboltamála hjá UEFA og hann vandar forsetanum Aleksander Ceferin ekki kveðjurnar.

Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina
Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum.

UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni
Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu.