Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 10:31 Alexander Ceferin og Þorvaldur Örlygsson fóru yfir málin í síðustu viku. KSÍ Alexander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA), segir Ísland stórkostlegt land og hrósar Knattspyrnusambandi Íslands fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á Laugardalsvelli. Hann segir hins vegar bráðnauðsynlegt að bæta búningaaðstöðu leikvangsins og fleira sem fyrst. Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“ UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á vef UEFA um fund Ceferin og Þorvaldar Örlygssonar, formanns KSÍ, en þeir ræddu saman í Mónakó í síðustu viku þegar verið var að draga í Evrópukeppnum félagsliða. Er þar tekið sérstaklega fram hve traust og gott sambandið sé þeirra á milli. Miklar breytingar voru gerðar á vellinum sjálfum á Laugardalsvelli í vetur og í júní lék A-landslið kvenna þar vígsluleik gegn Frakklandi, á nýja grasinu sem er blanda af venjulegu grasi og gervigrasi. Hlaupabrautin er horfin, völlurinn hefur verið færður nær stærri stúkunni og hiti lagður undir hann. A-landslið karla spilar svo í fyrsta sinn á nýja vellinum á föstudagskvöld, gegn Aserbaídsjan, þegar undankeppni HM 2026 hefst. Eins og fyrr segir fagnar Ceferin því að nú sé hægt að spila alþjóðlega keppnisleiki mun stærri hluta ársins en áður á Íslandi. „Fótboltinn hefur fest sig rækilega í sessi sem aðalíþrótt Íslendinga, uppspretta þjóðarstolts og frábær sendiherra þessa stórkostlega lands. Þetta verkefni endurspeglar framtíðarsýn, ákveðni og seiglu Íslendinga og leggur góðan grunn fyrir áframhaldandi vöxt fótboltans í landinu,“ er haft eftir Ceferin á vef UEFA. Klefarnir nefndir sérstaklega En þó að nýi völlurinn breyti miklu og Ceferin fagni breytingunum þá eru þeir Þorvaldur sammála um brýna nauðsyn þess að gera breytingar á þjóðarleikvangi Íslendinga. Eru búningsklefar liða þar nefndir sérstaklega enda lengi verið til skammar í alþjóðlegum samanburði. „Þegar fótboltinn blómstrar njóta allir góðs af því – allt frá ungmennum og minni svæðum til samfélagsins í heild. En fótboltinn getur ekki gert allt upp á eigin spýtur,“ sagði Ceferin og hélt áfram: „Áframhaldandi stuðningur frá sveitarfélögum og opinberum aðilum, sem og samstarfsaðilum, er nauðsynlegur til að tryggja bæði nútíð og framtíð leiksins. Og sumu af því sem upp á vantar, eins og keppnisaðstöðu á þjóðarleikvanginum, verður að taka á mjög hratt og örugglega.“
UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira