Þrenna Erlings, tvenna Kjartans Henry, skjöldur á loft og öll hin mörkin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2023 11:30 Skjöldurinn við það að fara á loft. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík. Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Í Víkinni var silfurlið Vals í heimsókn. Það var snemma ljóst hvort liðið ætlaði að enda tímabilið á sigri en Víkingar, sem tóku við Íslandsmeistaraskildinum að leik loknum, sýndu sínar bestu hliðar. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 5-1 Valur Erlingur Agnarsson skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og Aron Elís Þrándarson gerði tvennu. Aron Jóhannsson skoraði mark Vals í leiknum. Að leik loknum fögnuðu Víkingar svo vel og innilega. Klippa: Skjöldur á loft í Fossvogi Í Hafnafirði var KR í heimsókn. FH hafði þegar tryggt sér Evrópusæti og ljóst var að Vesturbæingar myndu ekki leika í Evrópu á næstu leiktíð. Það var því aðeins stoltið undir í Kaplakrika. KR-ingurinn fyrrverandi Kjartan Henry Finnbogason virtist vita það manna best en hann skoraði tvö mörk FH í 3-1 sigri liðsins. Dani Hatakka skoraði þriðja mark FH en Ægir Jarl Jónasson skoraði mark KR í leiknum. Klippa: Besta deild karla: FH 3-1 KR Fylkir þurfti á sigri að halda gegn Fram en bæði lið voru í fallhættu fyrir lokaumferð deildarinnar. Segja má að Fylkir hafi þó aldrei verið í hættu eftir að leikurinn var flautaður á, lokatölur 5-1 heimamönnum í Árbænum í vil. Pétur Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki á meðan þeir Arnór Breki Ástþórsson, Nikulás Val Gunnarsson og Benedikt Daríus Garðarsson skoruðu eitt hver. Aron Snær Ingason skoraði mark Fram. Klippa: Besta deild karla: Fylkir 5-1 Fram Þar sem Keflavík náði í stig í Vestmannaeyjum þá hélt Fram sér uppi á meðan ÍBV féll. Muhamed Alghoul skoraði mark Keflavíkur en Eiður Aron Sigurbjörnsson jafnaði metin fyrir ÍBV og þar við sat, lokatölur 1-1. Klippa: Mörkin úr leik ÍBV og Keflavíkur Að lokum vann KA 1-0 sigur á HK á Akureyri. Harley Bryn Willard með markið. Klippa: Mörkin úr leik KA og HK Lokaleikur tímabilsins fer fram klukkan 14.00 í dag þegar Breiðablik og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og Stúkan gerir leiki lokaumferðarinnar og tímabilið í heild sinni svo upp klukkan 16.00.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira