Ástin á götunni

Fréttamynd

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorsteinn farinn að þjálfa 3. flokk hjá KR

Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. flokks karla hjá KR ásamt bróður sínum Valþóri Halldórssyni en Þorsteinn tók við liði Þróttar í Pepsi-deild karla um mitt sumar en náði ekki að bjarga liðinu frá falli. Þorsteinn verður aðalþjálfari 3. flokks og Valþór aðstoðarþjálfari en þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðun í viðtali á ksi.is: Settum pressu á okkur sjálfa

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Breiðabliki á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Framarar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í tuttugu ár og fyrsta stóra titil sinn síðan 1990.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik bikarmeistari karla í fyrsta sinn

Breiðablik varð bikarmeistari karla í dag eftir 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í úrslitaleiknum. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur en bæði lið skoruðu vítamark í framlengingunni.Úrslitin réðust þegar Framarinn Paul McShane skaut í slánna úr sjöttu vítaspyrnu Fram í leiknum en áður höfðu markverðir liðanna varið eina spyrnu hvor.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar bikarmeistarar í fyrsta skipti - myndaveisla

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu karlaliðs félagsins eftir að liðið vann 5-4 sigur á Fram í vítakeppni eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari var á staðnum og tók margar skemmtilegar myndir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012..

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Ingi tekinn við HK - semur til þriggja ára

„Ég er búinn að nota síðustu ár til þess að fylgjast vel með boltanum hér á Íslandi og ná mér í tiltekin réttindi til þess að þjálfa. Það er svona vika síðan þetta kom fyrst upp með HK og þetta gekk því tiltölulega fljótt og vel fyrir sig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pape tryggði Fylkismönnum bikarinn í 2. flokki karla

Fylkir varð í dag bikarmeistari í 2. flokki karla eftir 3-4 sigur á FH í bikarúrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Það var Papa Mamadou Faye sem tryggði Árbæjarliðinu bikarinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta kom fram á fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar gerðu jafntefli við Sviss

Íslenska 19 ára landsliðs kvenna gerði 1-1 jafntefli við Sviss í dag í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal. Sviss komst yfir strax á þriðju mínútu en KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland fær tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011. Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur í frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarðvík fylgir Gróttu upp í 1. deildina

Njarðvík og Reynir Sandgerði gerðu 2-2 jafntefli í algjörum úrslitaleik í 2. deild karla í dag. Jafnteflið nægði Njarðvíkingum til þess að komast upp í 1. deild en útlitið var ekki gott lengi vel því markvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Njarðvík fékk rautt spjald strax á fyrstu mínútu leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Fótbolti