Eiður Smári: Mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júní 2011 20:25 Eiður Smári á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali í Kastljósi Rúv í kvöld og fór þar yfir síðustu ár ferils síns, bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Ísland mætir Danmörku í undankeppni EM 2012 á morgun og má búast við því að Eiður Smári verði í byrjunarliði Íslands. Hann hefur lítið spilað með landsliðinu að undanförnu en segist hafa skilning á ákvörðun Ólafs Jóhannssonar landsliðsþjálfara sem valdi hann ekki í leikinn gegn Kýpur í mars. „Það geta ekki allir verið alltaf sammála og maður verður að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði Eiður Smári í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann á Rúv. „En ég hef aldrei íhugað að hætta með landsliðinu enda mætti ég um leið og ég var kallaður til. Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland og mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins.“ Eiður var fyrirliði landsliðsins um tíma en þegar Ólafur tók við starfi þjálfara gerði hann Hermann Hreiðarsson að fyrirliða. „Það fór ekki fyrir brjóstið fyrir mér, þannig séð. Mér fannst þetta leiðinlegur tímapunktur enda var ég að spila minn 50. landsleik og þá fékk ég ekki að vera með bandið. Það var samt ekki svakalega erfitt að gefa það eftir. Ég var stoltur af því að vera fyrirliði en það kom nýr þjálfari sem sá þetta með öðrum augum. Hann vildi nýjan fyrirliða og það verður maður að virða.“ Eiður var því næst spurður hvort að fjölmiðlar, bæði hér heima og erlendis, hafi verið of harðir í umfjöllun sinni um hann. „Nei, ég fylgist ekki það mikið með fjölmiðlum að ég geti sett eitthvað út á þá. Ég hef heyrt að ég ætti í stríði við fjölmiðla en ég veit ekki hvenær það hafi átt að eiga sér stað,“ sagði hann og brosti. Talið barst næst að ferli hans eftir að hann var seldur frá Barcelona til Monaco árið 2009. „Það var áhætta fólgin í því að fara út í eitthvað sem ég vissi lítið um á þeim tímapunkti. Mér leið ekki vel hjá Monaco. Bæði náði ég ekki að aðlagast umhverfinu né frönskum fótbolta. Mér kom heldur ekki vel við þjálfarann sem var þá hjá liðinu.“ „Ég fór um mitt tímabil til Tottenham og leið mjög vel þar. Mér fannst ég þá vera að fóta mig aftur í boltanum.“ „Svo kom sumar og ég samdi ekki við Tottenham. Þá kom aftur upp óvissa en ég vildi ekki fara aftur til Monaco. Ég samdi við Stoke á síðasta degi félagaskiptagluggans og eftir á litið var það ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór til Stoke er að mér var lofað að spila reglulega í ensku úrvalsdeildinni og koma nafni mínu aftur á framfæri. Annað kom á daginn.“ Hann fór svo í Fulham í janúar síðastliðnum og er nú að skoða samningstilbð frá félaginu. „Ég held að allir sem fylgjast með fótbolta hafi séð að mér leið miklu betur þar.“ Fjölskylda Eiðs Smára býr enn í Barcelona og hann neitar því ekki að fjarlægðin hafi reynst honum erfið. „Við reynum að láta það ganga sem best og hittast sem oftast. Ég reyni að fara yfir eins mikið og ég get. En þetta hefur verið erfitt og ef til vill hluti af því að mér hefur ekki liðið eins vel.“ „En þegar líður á ferilinn er maður tilbúinn að fórna einhverju af sínu svo að krökkunum líði vel. Þau eru ánægð þar sem þau eru og það var góð ákvörðun að flytja ekki alla fjölskylduna með á sínum tíma. Annars værum við búin að flytja 2-3 árum sem hefði ekki verið gott fyrir fjölskylduna.“ Eiður segir að hann eigi enn nokkur ár eftir í boltanum en hann verður 33 ára síðar á árinu. „Miðað við hvað ég hafði gaman síðari hluta tímabilsins er ég ekki á því að hætta. Ég hef verið heppinn með meiðsli og þrátt fyrir orðróm um holdarfar er ég í ágætu formi.“ „Ég er með samningstilboð frá Fulham en ég ætla að taka mér smá tíma til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. Vonandi verð ég áfram í Englandi en kannski prófa ég eitthvað nýtt. Maður veit aldrei í fótbolta.“ Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var í ítarlegu viðtali í Kastljósi Rúv í kvöld og fór þar yfir síðustu ár ferils síns, bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Ísland mætir Danmörku í undankeppni EM 2012 á morgun og má búast við því að Eiður Smári verði í byrjunarliði Íslands. Hann hefur lítið spilað með landsliðinu að undanförnu en segist hafa skilning á ákvörðun Ólafs Jóhannssonar landsliðsþjálfara sem valdi hann ekki í leikinn gegn Kýpur í mars. „Það geta ekki allir verið alltaf sammála og maður verður að virða ákvörðun þjálfarans,“ sagði Eiður Smári í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann á Rúv. „En ég hef aldrei íhugað að hætta með landsliðinu enda mætti ég um leið og ég var kallaður til. Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland og mun alltaf svara kalli íslenska landsliðsins.“ Eiður var fyrirliði landsliðsins um tíma en þegar Ólafur tók við starfi þjálfara gerði hann Hermann Hreiðarsson að fyrirliða. „Það fór ekki fyrir brjóstið fyrir mér, þannig séð. Mér fannst þetta leiðinlegur tímapunktur enda var ég að spila minn 50. landsleik og þá fékk ég ekki að vera með bandið. Það var samt ekki svakalega erfitt að gefa það eftir. Ég var stoltur af því að vera fyrirliði en það kom nýr þjálfari sem sá þetta með öðrum augum. Hann vildi nýjan fyrirliða og það verður maður að virða.“ Eiður var því næst spurður hvort að fjölmiðlar, bæði hér heima og erlendis, hafi verið of harðir í umfjöllun sinni um hann. „Nei, ég fylgist ekki það mikið með fjölmiðlum að ég geti sett eitthvað út á þá. Ég hef heyrt að ég ætti í stríði við fjölmiðla en ég veit ekki hvenær það hafi átt að eiga sér stað,“ sagði hann og brosti. Talið barst næst að ferli hans eftir að hann var seldur frá Barcelona til Monaco árið 2009. „Það var áhætta fólgin í því að fara út í eitthvað sem ég vissi lítið um á þeim tímapunkti. Mér leið ekki vel hjá Monaco. Bæði náði ég ekki að aðlagast umhverfinu né frönskum fótbolta. Mér kom heldur ekki vel við þjálfarann sem var þá hjá liðinu.“ „Ég fór um mitt tímabil til Tottenham og leið mjög vel þar. Mér fannst ég þá vera að fóta mig aftur í boltanum.“ „Svo kom sumar og ég samdi ekki við Tottenham. Þá kom aftur upp óvissa en ég vildi ekki fara aftur til Monaco. Ég samdi við Stoke á síðasta degi félagaskiptagluggans og eftir á litið var það ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ „Ástæðan fyrir því að ég fór til Stoke er að mér var lofað að spila reglulega í ensku úrvalsdeildinni og koma nafni mínu aftur á framfæri. Annað kom á daginn.“ Hann fór svo í Fulham í janúar síðastliðnum og er nú að skoða samningstilbð frá félaginu. „Ég held að allir sem fylgjast með fótbolta hafi séð að mér leið miklu betur þar.“ Fjölskylda Eiðs Smára býr enn í Barcelona og hann neitar því ekki að fjarlægðin hafi reynst honum erfið. „Við reynum að láta það ganga sem best og hittast sem oftast. Ég reyni að fara yfir eins mikið og ég get. En þetta hefur verið erfitt og ef til vill hluti af því að mér hefur ekki liðið eins vel.“ „En þegar líður á ferilinn er maður tilbúinn að fórna einhverju af sínu svo að krökkunum líði vel. Þau eru ánægð þar sem þau eru og það var góð ákvörðun að flytja ekki alla fjölskylduna með á sínum tíma. Annars værum við búin að flytja 2-3 árum sem hefði ekki verið gott fyrir fjölskylduna.“ Eiður segir að hann eigi enn nokkur ár eftir í boltanum en hann verður 33 ára síðar á árinu. „Miðað við hvað ég hafði gaman síðari hluta tímabilsins er ég ekki á því að hætta. Ég hef verið heppinn með meiðsli og þrátt fyrir orðróm um holdarfar er ég í ágætu formi.“ „Ég er með samningstilboð frá Fulham en ég ætla að taka mér smá tíma til að skoða hvaða möguleikar eru í boði. Vonandi verð ég áfram í Englandi en kannski prófa ég eitthvað nýtt. Maður veit aldrei í fótbolta.“
Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira