Íslenski boltinn

Skagamenn rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar fyrir vestan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Þór Þórðarson skoraði tvö mörk í kvöld.
Stefán Þór Þórðarson skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Guðmundur Böðvar Halldórsson
Skagamenn unnu 6-0 stórsigur á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði í kvöld og styrktu um leið stöðu sína á toppi 1. deildar karla. Skagamenn töpuðu sínum fyrstu stigum í leiknum á undan en mættu grimmir vestur í kvöld og rasskelltu strákana hans Gaua Þórðar.

Stefán Þór Þórðarson og Gary Martin komu ÍA í 2-0 í fyrri hálfleik og Hjörtur Júlíus Hjartarson (tvö mörk), Mark Doninger og Stefán Þór bættu við fjórum mörkum í þeim síðar. Hjörtur Júlíus hefur þar með skorað í fjórum af fimm fyrstu leikjum Skagamanna í sumar.

BÍ/Bolungarvík, sem er þjálfað af Skagamanninum Guðjóni Þórðarsyni, töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð en liðið tapaði 1-0 fyrir Gróttu fyrir helgi.

Skagamenn juku forskot sitt á Hauka upp í fjögur stig þar sem að Haukar náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Fjölni. Haukar hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar en þetta var fyrsta stigið sem kom í hús hjá liðinu á Ásvöllum.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×