Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana Edda Garðarsdóttir skrifar 11. júní 2011 08:00 Edda Garðarsdóttir. Mynd/Anton Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira
Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjá meira