Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana Edda Garðarsdóttir skrifar 11. júní 2011 08:00 Edda Garðarsdóttir. Mynd/Anton Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður. Hvaða Íslendingur kannast ekki við það að fá einhverja dellu eftir að hafa prófað eitt skipti og þá liggur leiðin í verslunarleiðangur að kaupa bestu og flottustu græjurnar sem í boði eru? Auðvitað er okkur lífsins ómögulegt að vera með gamlan driver á golfnámskeiðinu. Það er ekki hægt að taka heilsuna í gegn nema kaupa sér árskort í líkamsrækt, hlaupaskó og nýjan vatnsbrúsa. Stundum er fólk að byrja á vafasömum fæðubótarefnum af því að það vill breytast í einhverjar bölvaðar steríótýpur á nóinu. Eftir hrunið vitum við að hálfrarmilljónarkróna flatskjáir og gasgrill með bakbrennara, snúningssteini og emaleruðum postulínsgrindum eru ekki lykillinn að hamingjunni. Svona öfgar ganga frá okkur. Afreksíþróttafólk verður til þegar öfgarnar taka algjörlega yfir. Ég tek sjálfa mig og flesta kollega mína í landsliðinu sem dæmi. Á keppnistímabili er ekki nóg að æfa fótbolta 18 tíma í viku. Ég þarf líka að leika mér með bolta við hvert tækifæri sem gefst (já, ég er 31 árs). Lyfta lóðum fjóra tíma í viku til að halda við og bæta getu mína inni á fótboltavellinum. Ég fylgist með enska, spænska, sænska og ítalska boltanum á meðan augun haldast opin og meistaradeildin, uh, já takk! Ég tala um fótbolta heima hjá mér, við vini mína og fjölskyldu, liðsfélaga mína, vinnufélaga og fólk sem ég hitti úti á götu. Svo er langtímaplanið að þjálfa fótboltafólk með hjarta, metnað og eldmóð þegar ég hætti að geta spilað sjálf. Þetta hef ég gert í "nokkur" ár og hef aldrei velt því fyrir mér að hætta þessu af því þetta er svo skemmtilegt og eitt er víst – við stelpurnar erum ekki í þessu fyrir peningana. Fótbolti er lífið.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira