Íslenski boltinn

Haukar áfram sterkir á útivelli - unnu 2-0 sigur á KA fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Trausti Arnarsson skoraði fyrir Hauka í dag.
Hilmar Trausti Arnarsson skoraði fyrir Hauka í dag.
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni á útivelli í 1. deild karla í fótbolta þegar þeir sóttu þrjú stig norður á Akureyri. Haukar unnu 2-0 sigur á KA í Boganum í dag og hafa þar með unnið alla þrjá útileiki sína í sumar.

Haukar voru líka búnir að vinna útileiki sína í Ólafsvík (2-1 sigur á Víkingi) og í Mjóddinni (3-1 sigur á ÍR) áður en þeir mættu í Bogann í dag.

Hilmar Rafn Emilsson kom Haukum í 1-0 á 13. mínútu og Hilmar Trausti Arnarsson bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum.

Haukar eru með 9 stig af 12 mögulegum (eini heimaleikurinn tapaðist) og náðu Skagamönnum að stigum á toppnum með þessum sigri. ÍA á hinsvegar leik inni á móti Víkingi Ólafsvík á Akranesi seinna í kvöld.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×