Ástin á götunni

Fréttamynd

Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu

U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sautján ára kvennalandslið Íslands: Sex leikir, sex sigrar og 37 mörk

Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta hélt sigurgöngu sinni áfram í undankeppni EM með því að vinna 4-1 sigur á Svíum í lokaleik sínum í millirliði sínum í Póllandi í dag. Stelpurnar höfðu áður tryggt sér sæti úrslitakeppninni með sigri á Englandi og Póllandi í fyrstu tveimur leikjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

A-landslið karla: Leikið við Ungverja í ágúst

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nánast frágengið að Ísland muni spila vináttulandsleik við Ungverja hinn 10. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram ytra en það hefur tíðkast undanfarin ár að landsliðið spili á Laugardalsvelli í ágústmánuði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland síðasta landsliðið til að ná stigi af Spáni

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram sigurgöngu sinni í undankeppni EM 2012 með því að vinna 2-1 sigur á Tékklandi í Granada í gær. David Villa gerði bæði mörkin í leiknum en þetta var átjándi sigur spænska liðsins í leik í undankeppnum HM eða EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón sá eini sem hefur náð í stig í mars

Það eru liðin tæp ellefu ár síðan að íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði síðast í stig í marsmánuði í undankeppni EM eða HM. Liðið leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag og reynir þar að ná í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur kallaður til Kýpur

Haraldur Björnsson, markvörður íslenska U-21 landsliðsins, hefur verið kallaður í A-landsliðið vegna meiðsla þeirra Gunnleifs Gunnleifssonar og Ingvars Þórs Kale.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnleifur er meiddur í baki - óvíst með framhaldið á Kýpur

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður íslenska landsliðsins er meiddur í baki og óvíst hvort hann getur verið með á lokaæfingunni í kvöld. Ísland mætir Kýpur á morgun í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en Ísland er án stiga í riðlinum eftir þrjá leiki en Kýpur er með eitt stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap í fimm marka leik í Úkraínu

Íslenska U-21 landsliðið tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá Úkraínu í vináttulandsleik ytra í kvöld, 3-2. Aron Jóhannsson og Björn Bergmann Sigurðarson skoruðu mörk Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur ræddi ekki við Eið Smára

Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn fyrir næsta verkefni A-landsliðsins gegn Kýpur í undankeppni Evrópukeppninnar. Ólafur sagði í samtali við Hans Steinar Bjarnason í gær að hann hefði ekki rætt við Eið Smára fyrir valið og þjálfarinn sagði ennfremur að það hefði ekki komið fram hvort Eiður væri hættur að gefa kost á sér í landsliðið.

Fótbolti