Íslenski boltinn

Keimlík fyrstu landsliðsspor hjá Söndru og Margréti Láru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra María brosti út að eyrum eftir fyrsta landsleikinn.
Sandra María brosti út að eyrum eftir fyrsta landsleikinn. Mynd/Daníel
Hin 17 ára gamla Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann 3-0 sigur á Ungverjalandi í undankeppni EM um helgina.

Svo skemmtilega vill til að þessi draumabyrjun hennar á mjög margt sameiginlegt með fyrstu sporum markadrottning-arinnar Margrétar Láru Viðarsdóttur í A-landsliðinu.

Margrét Lára skoraði líka með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik í sigri á Ungverjum í júnímánuði 2003, þá á 17. ári.

Margrét Lára tók sér reyndar fjórar mínútur í að komast á blað en Sandra María skoraði eftir aðeins þrjár mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×