Þetta er að verða betra og betra hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2012 07:00 Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira